Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 9
NÁT TÚRUFRÆÐINGURINN
103
Kristjdn Scemundsson:
Úr sögu Þingvallavatns
I
Þingvallavatn er stærsta stöðuvatn á íslandi. Það er 14 km langt,
6 km breitt, og flötur þess er um 83 km2. Dýpið er mest norðaust-
ur frá Sandey, 1 14 m. Þar heitir Sandeyjardjúp. Yfirborð vatnsins
liggur í 102,46 m hæð yfir sjó, og nær það því rúnra 11 m niður i'yr-
ir sjávarmál, þar sem dýpst er.
Hér á eftir mun ég rekja nokkuð jarðsögu Þingvallavatns. Þar
tekur mest rúm kaflinn um fornar strandlínur og sögu þeirra, enda
má segja, að þeim þætti í sögu vatnsins hafi aldrei verið gerð þau
skil, sem vert væri. Margir náttúrufræðingar hafa raunar ritað sitt
hvað um myndun Þingvallavatns, þar á meðal um strandlínurnar,
en llestir, sem um það efni fjölluðu, gerðu athuganir sínar ein-
ungis á hraðri ferð eða sem íhlaupaverk liá rannsóknum, er beind-
ust að allt öðrum viðfangsefnum þar nærlendis.
Þær athuganir, sem bér er greint frá, eru þáttur í jarðfræðirann-
sóknum nrínum á Hengilsvæðinu, sem ég hef unnið að nokkur und-
anfarin sumur fyrir atbeina jarðhitadeildar raforkumálaskrifstof-
unnar. Jafnframt hafa þær rannsóknir verið liður í námi mínu við
Kölnarháskóla. Greinin var svo til fullbúin í vetur, nema hvað liæð-
armælingar á strandlínum vantaði alveg. Fór ég í sumar nokkrar
ferðir að Þingvallavatni til að bæta úr því. Jafnframt var ýmislegt
betur athugað, einkum jökulöldur og þess háttar.
Nokkurra hinna fyrstu rannsókna á jarðfræði Þingvallavatns skal
lítillega getið strax í upphafi þessarar greinar og þá fyrst nefndur
Sveinn Pálsson. Hann rannsakaði jarðmyndanir á Þingvöllum og
umhverfis vatnið sumrin 1792 og 1793. Getur hann þess, að í
jarðskjálfta árið 1789 hafi landið milli Almannagjár og Hralna-
gjár sigið um rúma alin') eða nreira og megi mæla þetta á gjárveggj-
unum báðum. En augljóstustu merkin um þetta landsig segir hann,