Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 59
NÁTTÚRUFRÆÐINGURLNN
149
Geir Gígja:
Skordýr í Surtsey
1 Nátturufræðingnum, 2. h. 1964, er ritgerð eftir dr. Sturlu Frið-
riksson, er nefnist: Um aðflutning lífvera til Surtseyjar. í ritgerð
þessari greinir dr. Sturla frá því á bls. 85, að ég hefi ákvarðað fyrsta
skordýrið, sem fannst í Surtsey og talið það vera rykmý (Culex sp.).
Hér er ranghermi hjá dr. Sturlu, að því leyti, að ég ákvarðaði ofan-
greint dýr aðeins sem rykmý, en dr. Sturla bætir við latneska nafn-
inu (Culex sp.).
Cuiex-tegundirnar lifa ekki hér á landi, enda þótt þær séu al-
kunnar í norðlægum löndum, svo sem Grænlandi og Norðurlöndum.
Próf. Þorvaldur Thoroddsen kallar ísl. rykmý Culex í 2. bindi af
Lýsing íslands, bls. 577, sem út kom árið 1911. En þá hugðu menn
sams konar mý hér á landi og í Danmörku. Nú vita menn betur, enda
þótt rykmý sé lítið rannsakað hér. Á síðari árum hefur þó verið
safnað miklu af rykmýssýnishornum víða um land. Er nú verið að
vinna úr sýnishornum þessum og verður árangurinn væntanlega
birtur í ritinu Zoology of Iceland.
Annað skordýr, senr fundist hefur í Surtsey, var tekið þar 18.
ágúst 1964 af Sveini Jakobssyni. Skordýr þetta er fiðrildistegund
og nefnist kálmölur (Plutella maculipennis Curt.). Þetta er eitt af
algengustu fiðrildum erlendis og þekkt í öllum heimsálfum. Þessum
fiðrildum fjölgar mikið með köflum og berast þau þá oft í mikilli
mergð frá einum stað til annars.
Hér á landi hefur fiðrilda þessara orðið víða vart, og eru áraskipti
að mergð þeirra. Lirlur fiðrildanna valda skemmdum á káltegund-
um. Naga þær neðra borð laufblaðanna og púpa sig þar.