Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1965, Side 13

Náttúrufræðingurinn - 1965, Side 13
NÁTTÚ RUFRÆÐINGURINN 107 iiv myndazt í'yrir síðasta jökulskeið á íslausu landi (Interglazial), og hefur hún síðan látið mjög á sjá við ágang jökla, og landsig hafa sneitt af henni austurhlíðarnar. Aldur hennar er í árum tæpast lægri en 100.000 ár, en líklega mun liærri. Grágrýti jietta er elzta berg, sem við þekkjum við vatnið, ef undan er skilinn smáskiki af enn eldra grágrýti, sem teygir sig vestan Irá Kárastaðahlíð og Mjóa- vatni niður að Þingvallavatni hjá Skálabrekku. Næst að aldri er móberg, sem mikið ber á í umhverfi vatnsins. Við Jórukleif og Hestvík má sjá, að móbergið liggur ofan á grá- grýtinu og er því yngra en Jiað. Hin sama er reyndin austar, við Dráttarhlíð og Kaldárhöfða. Þarna við suðaustanvert vatnið er önn- ur dyngja, Lyngdalsheiði, sem vera mun svipuð að aldri og Hæða- dyngjan, og er jraðan kominn nokkur hluti grágrýtisins við suð- austanvert vatnið. Um móbergið er það merkilegast, að það mynd- ar hér oftast aflöng fjöll, sem liggja frá norðaustri til suðvesturs. Efni þeirra, móbergið, er samryskja af sundurlausum basaltmolum og móleitu og svörtu basaltgleri. Oft er jiað lögótt, einkum ef efni jiess er fíngert (Palagonittuff), en sé Jiað gróft, er lagskipting lítt áberandi. Nelnist það þá þursaberg (Palagonitbreccie, Pillowbrec- cie). Nátengt þessu bergi er bólstraberg, sem getur myndazt, er basalthraun lendir í vatni eða brýzt inn í vatnsósa, óhörðnuð lög. Telja má víst, að móbergið í Jressum aflöngu fjöllum, sem jarðfraið- ingar nefna „hryggi“, sé til orðið í sprungugosum undir jökul- skildi síðasta jökulskeiðs (Wiirm). Hafi hryggirnir hrúgazt upp ylir eldrásinni, Jiar sem jökullinn hindraði, að nokkur veruleg út- breiðsla til hliðanna gæti átt sér stað. Sundrung gosefnanna, hiu mikla glermyndun og bólstrabergið hefur allt orðið við mjög snögga kælingu í bræðsluvatni íssins, því að uni vatn af öðrurn uppruna er þar ekki að ræða. Vestust móbergsfjallanna eru Dyrafjöll, hryggir og hálsadrög, er ná alveg norður í Þingvallavatn. Nesjaey og Heiðarbæjarhólmi eru nyrztu skæklar Jiessarar myndunar. Bæjarháls, Sandfell og Líkatjarnarháls rísa fyrir botni Hagavíkur, en austan hennar eru Ölfusvatnsfjöll og Lambhagi. Þar sem Sogið fellur úr vatninu, girðir Dráttarhlíð um Jrvert, og sem framhald af henni liggur KaldárhÖfði austan við Sogið. Austan vatnsins eru Miðfell og Arnarfell, merkileg fjöll af hryggjagerð, og fjær í norðaustri rísa Kálfstindar.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.