Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 42

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 42
132 N ÁT T Ú RUF RÆÐINGURINN hjallans gætti hæst upp frá vatninu, þótt ekki sæjust þar merki um eiginlegan malarkamb. Þá er viss skekkja fólgin í því, að oft var hjallinn gróinn, en reynt var þó að finna þykkt jarðvegsins á þeim stcjðum, sem mælt var frá. Til mælinganna var notaður „Wild“ hæðarmælir, og allar mæl- ingar umreiknaðar á meðalvatnsborð Þingvallavatns samkvæmt kerfi Sogsvirkjunar, sem gefið er upp með 102,46 m y. s. Á kortinu á 6. mynd eru mælingarstaðir merktir og hæð strandlínunnar skrif- uð við. Vestan Þingvallavatns nær strandlínan norðan frá Skálabrekku- vík suður í Svínanes. Sunnan vatnsins finnst hún á kaflanum frá Hagavík austur að Sogshorni. Austan megin er strandlína nokkru lægri í Mjóanesi, Miðfelli og beggja megin út frá því og enn frem- ur í hrauninu upp af Sprænutöngum (Pálmi Hannesson 1934). Við norðanvert vatnið frá Mjóanesi að Skálabrekkuvík fundust ekki fornar strandlínur. Norður frá Skálabrekkuvík eru fornar ósmyndanir eftir á, sem einhvern tíma hefur runnið þar út í Þingvallavatn, þótt hennar sjáist lítt merki nú. Þingvallahraunið, sem þekur allstórt svæði vest- an Almannagjár, hefur runnið allt vestur að Skálabrekkuási, og ná strandmyndanirnar að nokkru leyli út á hraunið (sjá 8. mynd). Hér má sjá hvern malar- eða sandkambinn upp af öðrum sveigjast í boga 8. mynd. Öxará og ósar hennar í Þingvallavatn. Framburðardrúlda Öxarár hjá Brúsastöðum er sýnd með fínum punktum. Um hana liggja farvegirnir 1—3 í Árfar, og síðan til óss hjá Skálabrekku. í hinum forna ósi eru el'stu, stærstu malarkambarnir sýndir sem punktaröð, hinir eru gefnir til kynna með strikalínum. Farvegur 4 á drúldunni liggur til Almannagjár eins og núver- andi farvegur. Sýnd eru gjár og misgengi og vesturjaðar Þingvallahrauns auk bæja. Hraunið vestan Almannagjár heitir Kárastaðahraun, en er Jiér fellt undir samheitið, Þingvallahraun. Abb. 8. Unterlauf des Öxará-Flusses mit einer all,en, jetzt trockengelegten Miindung bei Skálabrekka und der heutigen bei Þinguellir. Gezeigt sind Verwerfungen, gjás und der Westrand der Þinguellir-Lava, sowie Höfe. Der Schutlkegel der Öxará bei Hrúsastaðir ist feinþunktiert. Auf diesem sind er- hennbar trockene Flussbetten 1—3, die alle zu dem verlassenen Flussbett Árfar hinfuhren. Als die Öxará hier entfangfloss, befand sicli ilire Mundung bei Skálabrekka. Aus dieser Zeit stflmmen Strandwtille, die auf der Lava liegen. Sie sind zahlreich und gehen einer liefer als der andere bis hinunter zum heu- tigen Niveau des Sees.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.