Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 40

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 40
130 NÁTTÚ RUFRÆÐINGURINN Langjökli sýnir. Verður af þessu að telja ólíklegt, að þá hafi jökull náð niður í Þingvallavatn. Frá sama tíma og jökullónin við Þingvallavatn gætu hins vegar jökullón verið, sem Guðmundur Kjartansson hefur fundið menj- ar um, austan í halla Lyngdalsheiðar. Skýrasti hjallinn liggur þar nálægt 170 m hæð yfir sjó, og hefur lón þetta liaft afrennsli suður á milli Grænhóls og heiðarinnar, á meðan hann var að myndast. Aðrir hjallar sams konar, en slitróttari og óreglulegri, segir Guð- mundur, að séu neðar í heiðinni. Guðmundur telur, að jökullón þessi, sem aldrei voru stór, hafi fljótt fyllzt bæði af framburði leys- ingarvatns úr jöklinum og lækja úr heiðinni (G. K. 1943). Ég hef ekki skoðað þessa hjalla nógu vel og hlýt því að fara varlega í að túlka þá. Lón þessi hafa getað stíflazt upp af sérstökum jökli, er skriðið hefur frá Laugardalsfjöllum niður ylir vatnsstæði Laugar- vatns og Apavatns, eða af fyrirrennara Búðajcikuls, er hann lá upp að brekku Lyngdalsheiðar. Hvort sem var, mundu þau vera eldri en Búðastig. (ökull mun um þetta leyli hafa legið á Henglafjöllum og Reykja- nesskaga í líkingu við þann „Langjökul", sem hér á undan var lýst. Hefur jökulhettan náð norður lyrir Hengil, ef til vill allt norður að jciklinum í vatnsstæði Þingvallavatns. Norðvestur af Borgarhól- um er allskýr jcikulalda, er nefnist Háimelur. Hún hefur ekizt upp framan við jökulsporð, sem gengið hefur norðvestur frá Hengla- fjöllum og er sennilega frá þessum tíma. Jökulrákir á þessum slóð- um sýna sambærilega stefnu skriðjöktds. Hver afstaða sjávarflciðanna í lok ísaldar er til þessara myndana, verður lítt rakið hér. Mundi það um of lengja þetta skrif, og yrði raunar mjög af vanefnum gert. Fátt eitt er vitað um sögu strand- hjallanna jafnvel hér við Kollafjörð, þar sem þó er gnægð góðra sniða í ótal malarnámum um alla hjallana. Þess vil ég þó geta, að mér virðist sennilegt af legu hjallanna fram undan Mosfellsdal, að í þann mund, sem þeir mynduðust, hafi jökull náð fram í mynni Mosfellsdalsins. Dreg ég þá ályktun raun- ar af tvennu. í fyrsta lagi af því, að hjallarnir ná alls ekki inn ef'tir dalnum. í öðru lagi er efni þeirra næst hinum hugsaða jökuljaðri mjög gróft. í því er mikið af stórgrýti, sem hefur ekki borizt langt frá jökulsporðinum sjálfum. (Sést í malargryfju norður af Helga- felli á suðurbakka Köldukvíslar). Þann jökul verður að álíta eldri

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.