Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 39
NÁTTÚRUFRÆDINGU R I N N
] 2D
1964). Búðaröðin er slitróttur ruðningsgarður, sem nær þvert yfir
Suðurlandsundirlendið, frá Vatnsdalsfjalli í Fljótshlíð norðvestur
að Efstadalsfjalli í Laugardal. Við Efstadalsf jall er jaðar Búðajökuls-
ins talinn hafa sveigt til norðausturs, og liefur Guðmundur Kjartans-
son rakið hann alveg innundir vatnaskil á Kili. Þar inni á hálend-
inu er jaðarinn oft merktur af hjöllum, sem mynduðust í stífluðum
jökullónum á milli brekku og jökuls á svipaðan hátt og lýst var hér
á undan. Hefur Guðmundur Kjartansson nýlega gert þessar jarð-
myndanir að umræðuefni í stórmerkilegri grein í jressu tímariti
(G. K. 1964 a).
Þegar uppistöðulónin og jökulgarðarnir mynduðust við Þingvalla-
vatn, er sýnt, að ísaldarjökullinn hefur verið farinn að leysast sundur,
og sérstakur jökulskjöldur, myndazt á Langjökulssvæðinu og sunn-
an þess. Hafa gengið frá honum miklar jökultungur út lægðir og
skörð í fjöllunum. F.in slík hefur haldið út Þingvallalægðina.
Sú hefur verið skilin frá eystri miðhálendisjöklinum af Laugar-
dalsfjöllum. Hún hefur þá verið býsna öflug og sveigt til austurs upp
á Lyngdalsheiði, þegar suður fyrir Laugardalsfjöllin kom. Þetta má
allt sjá af jökulrispum á þessu svæði, en þær hefur Guðmundur
Kjartansson rakið manna mest og bezt (G. K. 1943, 1955).
Upp af jökullónunum og jökulgörðunum við suðaustanvert Þing-
vallavatn stefna jökulrákir rétt austan við suður (mest um 15°),
sem sýnir, að jökullinn hefur komið að norðan, en þó vikið aðeins
til austurs ofan lægðina austan við Úlfljótsvatnsfjall. Er því hugsan
legt, að lónið í Grafningi liali stíflazt upp við hliðarjaðar jökulsins,
en það kemur þó tæpast til greina með það lón, sem miðhjallinn
myndaðist í. Norðan í Mosfellsheiði stefna jökulrákir hins vegar VSV.
Sýnir það, að sá jökull, sein þær myndaði, ýttist vestur frá Þingvalla-
vatnslægðinni.
Spurningin er nú: Verða jökulgarðarnir og uppistöðulónin við
Þingvallavatn, sem eflaust eru merki um jökulstöðnun eða fram-
skrið undir lok ísaldar, sett í samband við Búðastig eða Álftanes-
stig eða hvorugt?
Þegar litið er á legu Búðajökulsins, verður að telja sennilegt, að
jökulöldurnar og lónin við Þingvallavatn séu eldri og beri vott um
eldia kuldaskeið en Búðastig. Á Búðastigi virðist Langjökull hafa
rnátt sín lítils, eftir jrví sem lega jaðars Búðajökuls austan undir