Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 10

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 10
104 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN að Þingvallavatn hafi sjálft sýnt, er það gekk góðan spöl á nórður- landið, en þornaði npp sunnan megin. I sögu Þingvalla sjállra er þessi jarðsk jálfti merkilegur vegna þess, að þá fór nokkur hluti slétt- lendisins í kaf eða varð að blautlendi. Einnig lagðist af alfaraveg- urinn til Þingvalla. Hann lá niður að vatni við suðurendann á Al- mannagjá, sem þar heitir raunar Hestagjá. Þessi gamli vegur lá aust- an í halla eystri gjárveggsins svo nærri vatninu, að hann fór í kaf á kafla í umbrotunum. Þaðan af lá leiðin austan af Mosfellsheiði of- an í Afmannagjá vestan við Hakið, og er svo enn í dag. I kringum 1840 ferðuðust Jónas Hallgrímsson og Steenstrup um klungur landsins í rannsóknarskyni og komu þá að Þingvöllum. Steenstrup mældi hæðina á vesturvegg Almannagjár með snæri og fannst hún 51 alin og 8 þumlungar.1 2) Það eru um 80 m, og mun það vera nærri réttu. (Þorv. Thoroddsen 1904). Þorvaklur Thoroddsen kom við á Þingvöllum sumarið 1883 á ferð sinni til Skjaldbreiðs og Geysis, og á heimleiðinni fór hann sunnan við vatnið, Dyraveg. Gerði hann þá ýmsar athuganir, sem lúta að myndun vatnsins og jarðfræði landsins í kring. Meðal ann- ars veitti hann þá athygli strandlínum og malarrindum sunnan vatnsins, sem hann segir vera í 10—13 m hæð yfir vatnsborði. Árið 1889, er Þorvaldur kom úr ferð sinni til Veiðivatna, fór hann veg- inn frá Laugarvatni til Þingvalla, sem gjarnan mætti kalla Barma- skarðsveg. Sá hann þá, að Þingvallahraunið er komið úr gossprungu á Tindafjallaheiði, en ekki frá Skjaldbreið, eins og oft hefur verið talið. Þingvallavatni lýsir Þorvaldur ýtarlegast í riti sínu „Island. Grundriss der Geographie und Geologie" (1905). Um strandlín- urnar segir Þorvaldur þar svo lrá: „Þingvallavatn hefur afrennsli um Sogið, sem eftir ísöld hefur grafið sér djúpt gljúfur gegnum móbergshrygg einn. Áður en áin halði grafið farveginn nógu djúpt, var vatnið stærra, og langur flói náði suðvestur úr því yfir sléttlend- ið hjá Nesjavöllum (. . die Ebenen bei Nesjavellir). Frá þeim tíma finnast greinilegar strandlinur sunnan Þingvallavatns 10—15 m-) hærra en vatnsborð þess er nú. Sú tilgáta Þorvalds, að strandlínur þessar séu frá þeim tíma, þegar Sogið var að grafa sér farveg gegn- 1) Islenzk (verzlunar)alin á 17. og 18. öltl = 10/11 clönsk alin = 57,064 cm (Magnús Már Lárusson: íslenzkar mælieiningar). 2) Annars staðar nefnir Þorvaldur 10 m eða 10—13 m.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.