Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 33
N ÁT TÚRUFR Æ ÐI N G U RI N N
123
legið yfir mestum hluta Dráttarhlíðar og Kaldárhöfða þannig, að
vatn náði ekki að renna um skarðið norðan við KaldárfíÖfðabæinn.
Hins vegar er þar forn, þurr farvegur grafinn eftir vatn. Hefur hann
verið notaður, eftir að jökullinn hopaði þaðan og hliðarlónið lékk
þar framrás, og einhvern tíma á eftir, unz Sogsfarvegurinn opnaðist.
Trúlega á vatnsmagn það, setn fær framrás í hlaupum eins og þeim,
sem hér hafa orðið, drjúgan þátt í að grafa farvegina, er það ryðst
um þá með feikna afli. Hjallar finnast ekki, sem samsvara farveg-
inum norðan við Kaldárhöfðabæinn, enda væru þeir ntt að mestu
leyti komnir undir hraun, ef til hefðu verið. Hæð varpsins í þessum
„hlaupfarvegi" er um 18 m yfir meðalvatnsborði Þingvallavatns.
[arðsögulega verður þróun jökullónsins í Grafningi ekki rakin
með neinni nákvæmni lengra fram en til miðhjallans. Vatnsborð
mun hafa lækkað frá honum við það, að jökullónið fékk framrás um
eitthvert skarðið milli Dráttarhlíðar og Grenáss. Hæð þeirra er 2—
.8 m meiri en lægsta strandlínan, svo að þar er varla samband á milli.
Hæð tveggja gleggstu farveganna er sem hér segir:
1) Skarð, sem liggur véstan að ofan í Hringatjarnir: Hæð varps-
ins rétt vestan tjarnanna er 13,50 m yfir meðalvatn í Þing-
vallavatni.
2) Farvegur milli Einbúa og Dráttarhlíðar, mjög djúpur og glögg-
ur: Varpið þar er 13,70 m ofan við vatnið, en raunveruleg hæð
jiess mun vera minni, því að allmikill jarðvegur hefur safnazt
í farveginn, og reyndist ógerlegt að gizka á þykkt hans.
Vatn hefur runnið um þessa farvegi líklega um það leyti, sem
jökulbarðið lá þar við, en áður en afrennsli lónsins komst endan-
lega í lægsta skarðið, Sogsfarveginn. Líklegt má telja, að einhverjir
af þessum farvegum séu þannig til orðnir, að vatn hafi rnnnið þar
niður undan jökulbarðinu, þegar það lá fast upp að hlíðinni, eða
yfir henni, án þess að það stæði i beinu sambandi við jökullónið
eða Þingvallavatn.
Verður helzt að líta svo á, að jökullinn hafi haldið undan svo hratt,
eftir að hann hopaði lrá Grenási, að greinilegir hjallar hali ekki náð
að myndast. Nokkurn tíma ;i eltir hefur jökull þó gengið niður í
Þingvallavatn, og það verið jökullón í líkum skilningi og Hvítár-
vatn á síðari tímum.
Sú spurning hlýtur að vakna, hvort ekki finnist einhvers staðar