Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 45
N ÁTTÚRUFR Æ ÐINGURIN N
135
í landaleitan nm várit. — En þeir gerðn sér skála, þar er þeir höfðu
náttból, ok kölluðu þar að Skálabrekku. En er þeir váru þaðan
skammt farnir, þá kómu þeir á árís, ok hjuggu á vök ok felldu í
(>xi sína ok kölluðu hana af því Öxará. Sú á var síðan veitt í Al-
mannagjá ok fellr nú eftir Þingvelli '. Hvort sem fornmenn hafa
veitt Öxará í Almannagjá eða ekki, hefði hún runnið þangað af
sjálfsdáðum fyrr eða síðar, því að suðurhluti gildrúldunnar fór sí-
hækkandi, eftir því sem á hann barst meiri framburður, og við það
beindist rennsli árinnar norður og austur á við til Almannagjár.
Meðfram Skálabrekkuási er malarhjalli norður frá bænum á
hæð við efstu malarkambana, og sunnar er þrep eða hjalli, sem að
einhverju leyti hefur mótazt, er hærra var í vatninu. Mæling var
gerð á hæð þessa þreps, og reyndist hún 10,85 m yfir vatninu.
Milli Heiðarbæjar og Skálabrekku renna tvær smáár í Þingvalla-
vatn, Móakotsá og Torfdalslækur, og eru lrafnar óseyrar upp frá
mynni þeirra beggja. Efsta fjöruborðið mun sennilega hafa legið
fast upp við brattan ás, sem liggur í franrhaldi af Skálabrekkuási og
nær suðvestur að Heiðarbæ. Fram undan ási þessum er breitt þrep
og grumrt á grágrýtisklöpp í því. Að austan endar það við misgeng-
issprungu, og leggst þar malarhjalli upp að stallinunr. Hæðin á
þessu þrepi var nræld við Torfdalslæk og reyndist 13,00 nr yfir
vatnsborði, en norðan við Móakotsá reyndist hún 10,40 m. Hæð
efsta greinanlega malarlijallans reyndist Iriirs vegar 9,00 m, nræld
norðan við Torldalslæk. Neðar með lækjum þessum sést glöggt
móta lyrir malarkömbum, hverjum niður undair öðrum, líkt og
við lrinn forna Öxarárós. Efsta malarkambinn nrá rekja í líkri hæð
suður að Svínahlíð, slitrótt þó, vegna þess, hve landið er gróið.
Hæðin á nralarkambinum var mæld aftur spölkorn norðaustur frá
Svínahlíð og reyndist þar 9,05 nr ylir vatninu.
í Svínanesi vottar fyrir fornri strandlínu, er sést senr þrep í jafnt
lrallandi brekkunni upp frá vatninu. Hæðin upp ;í þetta þrep var
mæld á nróts við nritt Svínanes og reyndist vera 9,50 nr yfir vatninu.
Á kaflanum frá Sigríðarkleif suður og austur í Hagavík vottar
hvergi fyrir hærri strairdlínunr. Orsök þess, að lægstu strandlínuna
vantar hér, nrun vera sú, að landið hefur sigið nreira en lræð hennar
iremur, enda er hér konrið inn á þann hluta sigdældarinnar, senr
virkastur lrefur verið eftir ísöld.
Upp af Hagavík er allbreitt sund á milli Líkatjarnarháls og Ölf-