Náttúrufræðingurinn - 1965, Qupperneq 12
106
NÁTTÚ RUFRÆÐINGURINN
og syd for Miðlell en anden pá randen af en (i m hój Klippe, der
falder steljt ned mod s0en. Ved bunden af Ölfusvatnsvík er der en
meget lav strækning, sont tydelig viser, at den f0r har været under
vand, thi der er flere strandvolde i forskellig hpjde. Dog have de to
elve som findes her, hjulpet til med at danne t0rt land her . . . Ár-
sagen til denne sækning af spens overflade vil jeg nærmest s0ge i
den omstændighed, at s0ens afl0b efterhánden har gravet sig dybere
ned i den tuffbarre, som det har banet sig vej igennem. Og at
sænkningen ikke har foregáet pludselig, tyde de mange strandvolde
oven over hverandre ved Ölfusvatnsvík pá“. Á mjög smækkaðri
kortmynd af Þingvallavatni sýnir Bjarni með punktalínu það svæði
sunnan vatnsins, sem hann telur hafa verið undir vatni, þegar
strandlínurnar mynduðust. Hann hefur sömu skoðun og Þorvald-
ur Thoroddsen á jiví, liver muni liala verið orsök þess, að strand-
línurnar urðu til og síðan lækkaði í vatninu. Verður það ekki ráð-
ið af skrifum þeirra Þorvalds Thoroddsens og Bjarna Sæmundsson-
ar, að þeir hafi talið hraunið við útfall Sogsins eiga nokkurn þátt í
myndun strandlínunnar.
Læt ég hér staðar numið í að rekja eldri rannsóknir á Þingvalla-
vatni, en að sjálfsögðu hafa ýmsir lagt sitt hvað til málanna síðan.
Mun ég geta þeirra, eltir jiví sem tileliii gefst til í því, sem á eftir
kemur.
II
Landslag við Þingvallavatn er fjölbreytt að jarðmyndunum og
þó einstaklega sviphreint, enda hefur það löngum verið rómað sak-
ir hvors tveggja. Fremur er þar samt hrjóstrugt og berangurslegt,
nema helzt í hraununum og ]iá fyrst og Iremst í þjóðgarðinum, þar
sem gróðursæld er mikil. Einkum er það áberandi utan hraunsvæð-
anna, hve jarðvegur rýfst burt hröðum skrefum. Fær landið þar á
sig heldur hvimleiðan, skellóttan svip. Tæpast verður sú öfugþróun
samt stöðvuð héðan af, til þess er hún of langt á veg komin. I því,
sem hér fer á eftir, verður rakin útbreiðsla helztu bergmyndana við
vatnið. Þar er um þrjá aðalflokka að ræða, grágrýti, móberg og
hraun.
Vestan við vatnið frá Hestvík norður fyrir Skálabrekku er berg-
grunnur úr grágrýti. Myndar það snotra dyngju þarna við suðvest-
anvert vatnið, og nefnist dyngjuhvirfillinn Hæðir. Dyngja þessi hef-