Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 20
114
NÁ'I' T Ú R U F RÆ ÐINGURINN
að ræða en vestan til í Þingvallavatnslægðinni, þar sera misgengin
hafa verið mikilvirkust á nútíma.
Samfara hinum lóðréttu hreyfingum á misgengjum, sem hér hafa
aðallega verið gerðar að umtalsefni, eru láréttar hreyfingar, gliðnun.
sem gjárnar vitna be/t um. Að undanförnu hefur oft mátt lesa í blöð-
um um vesturrek Ameríku frá Afríku og Evrópu, og í því sam-
bandi verið minnzt á Miðatlantshafshrygginn, þennan reginfjallgarð.
sem liggur miðja vegu milli landa, og nær norðan frá íslandi suður
fyrir Afríku. Á íslandi þykjast menn sjá einna bezt eðli þessa fjall-
garðs sem eldgosa- og landsigabeltis, og ýnrsir líta svo á, að hann sé
sú brotlöm sem rekið eigi sér aðallega stað á. Á belti, sem nær þvert
yfir ísland Iiafa menn lengi þekkt opnar gjár og gossprungur, sem
óneitanlega bera vitni um, að klofnun í einhverri mynd hafi átt sér
stað. Einn af þeim fyrstu til að skýra þetta með tognun til austurs og
vesturs frá sjállu sprungubeltinu var Daninn Niels Nielsen (1929,
1933). Hann sá í þessu staðfestingu Wegener-kenningarinnar um
vesturrek Grænlands. Síðar, rétt fyrir stríð, var hér á ferð hópur
þýzkra vísindamanna, sem hugðist mæla þetta rek landshlutanna
hvors frá öðrum. Menn þessir mældu m. a. tognun þá, senr hefur
átt sér stað á ÞingvöIIum milli Almannagjár og Heiðargjár.
Vegalengdin, sem þeir mældu (skrefuðu), var 6,17 km, og þar
af voru 33,85 m gap yfir gjám. Þar eð gjárnar, sem mælt var yfir,
liggja allar í Þingvallahrauni, hlýtur landið austan og vestan sig-
dældarinnar að hafa fjarlægzt um 33,85 m, síðan það rann fyrir um
9000 árum (Bernauer 1943). Eigi er það Ijóst af riti Þjóðverjanna,
3. mynd. Kort af lielztu brotlínum við Þingvallavatn. Spildan, þar sem landsig
liafa verið virkust á nútíma, er sýnd á ntilli bylgjulínanna. Hraunjaðar er
sýndur með punktaröð og móberg með þverstrikum. Jökulgarðar (sumpart
botnurðir) eru sýndir með grófum punktum. Mælistaðir, þar sem lægsta strand-
línan var mæld, eru sýndir ásamt niðurstöðutölum.
Abb. 3. Bruchtektonische Karte der Umgebung von Þingvallavatn. Einge
zeichnet sind postglaciale Eruptionspalten, Venuerfungen und klaffende Spalten.
Die Zone der akliven, postglazialen Absenkung ivird durch Wellenmuster an
ihren Riindern angegeben. Punktierler Rand markiert Lavagrenzen. Hyalo-
klastite = subglaziale, vulkanische Anlidufungen der lelzten Vereisung sind
durch Horizontalschraffur angegeben. Sudöstlich und xaestlich des Sees be-
finden sich Mordnen (teilweise Grundmordnen) die durcli grosse Punkte an-
gegeben sind. Die Zahlen beziehen sicli auf die gemessene Höhe der jtingsten
Stxandlinie.