Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 17
N ATT Ú RIIF R l . t) I N G U RI N N
111
ofan á láglendið lyrir sunnan, en síðar hafi móbergsfjcill (t. d.
Dráttarhlíðin við Sogið o. II.) myndazt þar við eldgos og girt fyrir
dældina.“ Skal nti rekja þessi atriði hvert fyrir sig.
Nátengd eldgosunum, sem framleitt hafa móbergsfjöllin og
hraunbreiðurnar, sem fyrr var lýst, ertt landsig. Þingvallavatns-
kvosin er hluti af miklu víðáttumeiri sigdæld, sem nær innan frá
Langjcikli alla leið út á Selvogsheiði a. m. k. 120 km leið. Gjárnar
á Þingvöllum eru öllum kunnar. Landsigið, sem þar hefur átt sér
stað, eftir að hraunið rann, nemur mest um 40 m og tekur yfir 7
km breiða landræmu milli Almannagjár og Heiðargjár. Hrafna-
gjá er sti, sem mest hefur sigið um austan megin. Klýfur hún Arnar-
l'ell að endilöngu og markar svo ströndina sunnan þess út á Langa-
tanga. Þar suðvestur af kemur hún greinilega fram á dýptarkortinu,
sem Sigurjón Rist hefur gert af vatninu á vegum raforkumála-
skrifstofunnar. Almannagjá lendir í vatninu austan við Grjótnes,
og ber lítið á henni á dýptarkortinu úti í vatninu. Þeim mun meira
ber á misgengjum, þegar sunnar dregur, og er engu líkara en
Almannagjá skríði aftur á land neðan við Heiðarbæ og magnist
svo og stækki óðfluga, þegar dregur í Svínahlíð og Jórukleif.
Sigdældin hefur jafnframt verið mjög virkt eldstöðvabelti, og
hefur þar gengið á ýmsu í baráttunni á milli upphleðslu af eldgos-
um og landsiganna, sem svo sigldu í kjölfarið. Suðvesturhluti Þing-
vallavatns liefur orðið að inestu leyti útundan í eldsumbrotum síð-
asta jökulskeiðs og eftir það og því ekki fyllzt eins upp af móbergi
og hraunum og reyndin hefur verið í Henglafjöllum eða norð-
ur frá á Þingvöllum. Af þessu leiðir, að við Almannagjá mælist
sigið 40 m, en 240 m að minnsta kosti í Hestvík, þar sem liraun
hafa ekki sléttað út eldri misgengi. Kemur þetta heim við annan
liðinn í útfæringum Guðmundar G. Bárðarsonar. Mjög er það
lærdómsríkt að sjá, hvernig ýmsir af hryggjunum fylgja brotlínum
þarna sunnan við vatnið. Má t. d. í jórugili sjá suma þeirra þver-
skorna niður í grágrýtisundirlagið af læknum, sem um það felltu.
Eru slíkir þverskurðir hinn mesti lengiir fyrir jarðfræðinga og þess
verðir, að þeim sé á loft haldið. Birti ég hér til Iróðleiks rissmvnd
af þeim, sem fallegastur er (sjá 2. mynd). Þversnið sem þessi sanna,
svo að ekki verður um deilt, í fyrsta lagi, að móbergið í hryggjun-
uin er yngra en grágrýtið, og í öðru lagi, ef við lítum á hryggina
efnisins vegna og legu sem myndaða í sprungugosum á síðasta