Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 60
150
N ÁT TÚRUFRÆÐINGURINN
SUMMARY
Diamond liack Moili discovered on the active volcanic
Surtsey island south of Iceland
by Geir Gigja
The University Research Institute, Rcykjavik..
On Surtsey, the newly formed and still active volcano island off the south
coast of Iceland, Diamond Back Moth, Plutella maculipennis (Curt.), (Lepidoþ-
tera: Hyponomeutidae) was discovered for the first time on August 18th, 1964.
This is one of the most universally occurring Lepidoptera and is also widely
found in Iceland.
Einar H. Einarsson:
Kennslustund á Dalsvatni
Dalsvatn er heiðartjörn nærri syðst í Dalaheiði í Mýrdal. Það er ca.
450 metrar Irá austri til vesturs yfir það þvert, lítt skemnira norður
og suður. Snöggt á litið virðist það að mestu hringlaga. Nokkrir
hólmar eru í því austanverðu, og suðvestan eru tveir litlir hólmar.
Þar rennur úr því smálækur, sem að vatnsmagni fer eftir úrkomu,
en þornar aldrei. Vatnið liggur í 212 metra hæð y. s. Mesta dýpi þess
er um I metri, en víðast frá 50 til 70 em. Bakkar liggja að því á þrjá
vegu, víðast um 1 metri á hæð, en að vestan er lítið gróinn melur, og
er þar malar- og sandfjara að vatninu.
Á korti herforingjaráðsins er Dalsvatn ranglega nefnt Daltjörn,
en það örnefni er á stararflóði í engjum Stóradals og Fjósa.
Nokkur gróður er í Dalsvatni, enda verður það volgt á heitum sól-
skinsdögum, og ekki hef ég komið að því öllu botnfrostnu, þó að
frosthörkur hafi verið búnar að ganga. Mest er þar áberandi heldur
smávaxin þráðanikra Potamogeton filiformis.
Nokkurt dýralíf mun vera í vatninu, þó að ekki sé þar fiskur. Þar