Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 44

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 44
134 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN austur frá Skálabrekkuási, og eru þeir efstu og hæstu rúman kíló- metra norður frá vatninu. Hæð hins efsta yfir meðalvatnsborð Þingvallavatns reyndist 13,10 m. Niður undan honum eru tveir mjög voldugir malarkambar. Þeir ná jafnframt lengst út á hraunið. Hæð hins efri reyndist 12,50 m. Hinir, lægri kambarnir, eru miklu minni, en yfirleitt mjög jafnir að stærð. Sennilega eru allir þessir malarkambar yngri en hraunið og liggja ofan á því. Um hina neðstu er það augljóst, en um hina efstu gæti orkað tvímælis. Þó reyndust þeir malarkambar, sem lengst ná austur á hraunið, liggja ofan á því, en ekki öfugt, og er þar um breiðu kambana niður undan þeim hæsta að ræða. í malargryfju, sem grafin hefur verið í efsta kamb- inn, sést, að hann er ofan til gerður úr miil nokkuð grófri, en und- ir henni er fíngerðari möl og sandur. Á 4,60 m dýpi er lag af kísil- gúr, 40 cm þykkt, síðan fín möl allt niður fyrir 6 m, en lengra var eigi gralið. Efnið í lægri kömbunum er mest sandur. Svo virðist sem vatnsborðið hafi staðið lengst við efstu malar- kambana, en síðan lækkað niður að núverandi vatnsborði ekki í einni svipan, heldur smátt og smátt, og hali malarkambur orðið til við hverja stutta viðstöðu. Ósmyndanir þessar eru án efa eftir Öxará, enda má rekja slitrótt- an farveg eftir hana alla leið frá Brúsastöðum suður að malarköst- unum hjá Skálabrekku. Liggur farvegurinn niður með Stórhöfða og Kárastaðaási skammt úti í hrauninu. Um farveg þennan, sem heitir Árfar, segir Hjörtur Björnsson frá Skálabrekku (1939) svo frá: „Árfar er allbreiður en grunnur farvegur, sem oftast er þurr á sumrum. Nafnið kemur af því, að stundum í leýsingum stíflast Öx- ará af krapi og íshröngli fyrir innan Brúsastaði og flæðir þá vestur hraunið sunnan undir Stórhöfða, og hefur myndað sér þar greini- legan farveg". Norðan við Brúsastaði hagar svo til, að Öxará fell- ur fram úr þrengslum niður á hraunsléttuna og hefur hlaðið þar upp framburðardrúldu stórri. Um hana liggja margir þurrir far- vegir, sumir suður til Stórhöfða í gamla farveginn, sem raunar er ekki aðeins leysingafarvegur, en einn austur yfir drúlduna til Al- mannagjár, eins og núverandi farvegur. Þessi jarðfræðilega niðurstaða um breytingu á rennsli Öxarár kemur vel heim við frásögn Sturlungu, en þar segir svo frá ferðum Ketilbjarnar, þess sem síðar bjó að Mosfelli í Grímsnesi og nam þar land: Um vetrinn var hann fyrir neðan Bláskógaheiði ok fór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.