Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 44

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 44
134 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN austur frá Skálabrekkuási, og eru þeir efstu og hæstu rúman kíló- metra norður frá vatninu. Hæð hins efsta yfir meðalvatnsborð Þingvallavatns reyndist 13,10 m. Niður undan honum eru tveir mjög voldugir malarkambar. Þeir ná jafnframt lengst út á hraunið. Hæð hins efri reyndist 12,50 m. Hinir, lægri kambarnir, eru miklu minni, en yfirleitt mjög jafnir að stærð. Sennilega eru allir þessir malarkambar yngri en hraunið og liggja ofan á því. Um hina neðstu er það augljóst, en um hina efstu gæti orkað tvímælis. Þó reyndust þeir malarkambar, sem lengst ná austur á hraunið, liggja ofan á því, en ekki öfugt, og er þar um breiðu kambana niður undan þeim hæsta að ræða. í malargryfju, sem grafin hefur verið í efsta kamb- inn, sést, að hann er ofan til gerður úr miil nokkuð grófri, en und- ir henni er fíngerðari möl og sandur. Á 4,60 m dýpi er lag af kísil- gúr, 40 cm þykkt, síðan fín möl allt niður fyrir 6 m, en lengra var eigi gralið. Efnið í lægri kömbunum er mest sandur. Svo virðist sem vatnsborðið hafi staðið lengst við efstu malar- kambana, en síðan lækkað niður að núverandi vatnsborði ekki í einni svipan, heldur smátt og smátt, og hali malarkambur orðið til við hverja stutta viðstöðu. Ósmyndanir þessar eru án efa eftir Öxará, enda má rekja slitrótt- an farveg eftir hana alla leið frá Brúsastöðum suður að malarköst- unum hjá Skálabrekku. Liggur farvegurinn niður með Stórhöfða og Kárastaðaási skammt úti í hrauninu. Um farveg þennan, sem heitir Árfar, segir Hjörtur Björnsson frá Skálabrekku (1939) svo frá: „Árfar er allbreiður en grunnur farvegur, sem oftast er þurr á sumrum. Nafnið kemur af því, að stundum í leýsingum stíflast Öx- ará af krapi og íshröngli fyrir innan Brúsastaði og flæðir þá vestur hraunið sunnan undir Stórhöfða, og hefur myndað sér þar greini- legan farveg". Norðan við Brúsastaði hagar svo til, að Öxará fell- ur fram úr þrengslum niður á hraunsléttuna og hefur hlaðið þar upp framburðardrúldu stórri. Um hana liggja margir þurrir far- vegir, sumir suður til Stórhöfða í gamla farveginn, sem raunar er ekki aðeins leysingafarvegur, en einn austur yfir drúlduna til Al- mannagjár, eins og núverandi farvegur. Þessi jarðfræðilega niðurstaða um breytingu á rennsli Öxarár kemur vel heim við frásögn Sturlungu, en þar segir svo frá ferðum Ketilbjarnar, þess sem síðar bjó að Mosfelli í Grímsnesi og nam þar land: Um vetrinn var hann fyrir neðan Bláskógaheiði ok fór

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.