Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 37
NÁT1’ IJ R U F RÆÐINGURINN 127 eflaust verk jökla, þekja þar allstóra spildu, sem nær allt norður að Kárastaðahlíð. Skipa þessar myndanir sér yfirleitt í langholt og hóla- raðir, er stefna frá norðaustri til suðvesturs. Sums staðar er það víst, að um jökulurð, sennilega botnurð er að ræða (Skálabrekkuás, Spýtu- ás). Annars staðar er möl í holtum þessum, og gætu það verið malar- ásar (Gíslhóll=ranglegá Gríshóll á korti). Stundum er jafnvel um vatnshjalla að ræða, t. d. í grennd við Heiðarbæ. Þar hefur um stundarsakir myndazt uppistöðulón við hliðarjaðar jökuls þess, sem lá í vatnsstæði Þingvallavatns. Malarásar liggja á tæplega I km hreiðu helti, sem nær norðan frá Drykkjartjörn suðvestur að þjóðvegi nálægt vegamótum gamla og nýja Þingvallavegarins. Þeir liggja í röðum flestir samsíða á helt- inu, oft nokkuð langir, en stundum ei nema ásstúfar og hólar. Syðst við þjóðveginn, en einnig vestur frá vegamótum Grafningsvegar og Þingvallavegar, hefur möl verið tekin og sést þar í innviði ás- anna í gryfjunum. Um myndun malarása hefur Sigurður Þórarinsson nýlega fjallað í grein, sem birtist í þessu tímariti (1962). Vísa ég þeim á ritgerð hans, sem kynnu að æskja nánari vitneskju um þá. Malarásar þeir, sem liér um ræðir, hafa sennilega myndazt af fram- hurði vatns, er rann eftir gönguin eða sprungum með neðra horði jökulsins. Allmiklir vatnsgrafnir farvegir i'ram undan þeim syðst (Vilhorgarkelda — Þorgerðarflöt) og niður frá þeim til heggja handa norðar, benda til, að jökulsporðurinn hafi hér ekki gengið út í lón, enda sjást þess engin merki önnur. Á svæðinu milli Stíflis- dalsvatn og Mjóavatns annars vegar, en jökulöldunnar suður að þjóðvegi hins vegar, gægjast lág malarholt á víð og dreif upp úr vot- lendinu, og bendir það til, að mölin sé samfelkl undir mýrinni. Ef til vill er þar um framburð jökulvatna að ræða, sem runnu til Kjós- arskarðs, eftir að jökull hopaði frá urðargarðinum. V Ein er sú spurning, sem hlýtur að vakna, þegar rætt er nm lón- in fornu og jökulöldurnar við Þingvallavatn, en það er spurningin um aldur þeirra og samhand við áður þekktar sams konar myndan ir. Skulu þau atriði nefnd, sem hér geta hjálpað áleiðis. Það skal þó strax tekið fram, að rannsókn ísaldarloka á íslandi er svo til óplægður akur, utan vissir þættir hennar á takmörkuðum svæðum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.