Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 7
NÁTTÚRU FRÆÐIN GURI N N
101
í sjó án verulegs spírunartjóns eða allt að 224 dögum. Á þeim tíma
getur sams konar iræ hæglega borizt langar leiðir með hafstraumum
á milli landa, og hefði óefað geta borizt til íslands frá meginlandi
Evrópu eða Ameríku.
Ekki ber að skil ja þessa athugun svo, að ýmsir hafi ekki velt fyrir
sér svipuðu viðfangsefni áður (Ridley, 1930).
Þegar Charles Darwin var við rannsóknir sínar á Galapagos
eyjum, braut hann til dæmis mjög heilann um, hvernig lífverur
gætu hafa borizt til afskekktra eyja. Skrifaði hann frænda sínnm
þessu viðvíkjandi eftirfarandi:
„Ekkert viðfangsefni veldur mér meiri heilabrotum og efasemdum
en flutningur lífrænna efna til úthafseyja.“ Darwin gat sér þess til,
að fræ gæti hafa flotið sjóleiðis til eyjanna. Samlandi hans, hinn
kunni grasafræðingur, Hooker, hélt hins vegar fram þeirri gagn-
stæðu skoðun, að fræ gæti aldrei lifað og spírað eftir langa legu í
söltu vatni. Eina vörn Darwins var að gera tilraun. Hann setti fræ
í flöskur með söltu vatni og sökkti jreim niður í vatnsker við 0°C.
Iiita. Eftir vikutíma hafði smitað svo mikið slím út úr fræinu, að
Darwin sagði í spaugi, að l'ræið myndi breytast í froskdýraliríur.
En þegar Darwin sáði fræinu, tók það að spíra. Við seinni tilraunir
lifðu sum fræ eftir 137 daga í sjó. Darwin ályklaði því, að fræ gæti
borizt með sjó og á einni viku rekið um 168 nn'lna leið, væri það í
hafstraumi, sem færi með einnar mílu hraða á klukkustund.
Frakkinn C. H. Martin (1857) gagnrýndi aðl’erð Darwins, sem
geymdi fræið í saltvatni en ekki sjó. Martin lét fræ hins vegar vera í
götóttri dós, sem bundin var við bauju í rúmsjó. Af fjörukálsfræjum
þannig geymdum spíruðu 13 af 20 eftir 45 daga.
Elutningur fræs með hafstraumum virðist því allgreið leið til tit-
breiðslu plantna, og virðist geta skýrt tilkomu þeirra á fjarlægum
eyjuin.
HEIMILDARRIT - REFERENCES
Einarsson, Eypór (1965): Report on dispersal of plants lo Surtsey, The Surtsey
Biology Conference, Proceedings bls. 19—21. (Fjölrit).
Friðriksson, Sturla (1962): Um aðflutning íslenzku flórunnar. Náttúrufræðing-
urinn 32, bls. 175-189.
Friðriksson, Sturla (1964): Um aðflutning lífvera til Surtseyjar. Náttúrufræð-
ingurinn 34, bls. 83—89.