Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 30
120
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
sama tíma og grófari framburður hans settist til ofar, þ. e. í efsta
hjallanum.
Lagið 4) hefur myndazt, eftir að vatnsborð féll niður að miðhjall-
anum. Það er eyrarmyndun eftir á (Torfdalslæk), sem runnið hefur
suðvestan að, eins og lækurinn fremst á 6. mynd gerir nú. Mölin 5)
efst á hjallanum hefur myndazt, eftir að allmjög tók að grynnka á
hjallanum. Allra efst og í hjallabrekkunni hefur jarðskrið nokkuð
látið til sín taka og spillt lagskiptingunni.
Þess var getið, að afrennsli lónsins hefði verið norðan við Úlf-
Ijótsvatnsfjall um það leyti sem miðhjallinn myndaðist. Skarðið
á milli þess fjalls og Grenáss, þar sem vegurinn liggur fyrir endann
á honum, mældist 36 m yfir Þingvallavatni. Kemur það vel heim við
hæð miðhjallans, ef þess er gætt, að vestara misgengið (2 m), sem
fyrr var getið um norðan í Úlfljótsvatnsselfjalli, sker einnig þennan
hjalla. Farvegur þessa útfalls lónsins er enn mjög greinilegur austan
varpsins (sjá kort á 4. mynd). Ofan til rennur ekki vatn um hann
iengur, og er þar bleytufen í botni, en neðar rennur lækjarspræna
eftir honum. Farvegurinn opnast í Úlfljótsvatn gegnt Hrútey, Jrar
sem heitir Borgarvík, og fylgir þar hliðinni á óvenjulegum, þykk-
um gangi.
6. mynd. ÞversniS gegnum miðhjallann vestan við bæjarhúsin í Króki.
2 = leirlög, 4 m á þykkt. Ofan til hvaríleir.
3 = fínn, lagskiptur sandur.
4 = grófur, skálögóttur sandur með malartaumum. Við kofann y/.t til hægri
á myndinni má sjá, hversu sandlögin 4 leggjast utan á lögin 2—3 í
hjallabrekkunni.
5 = gróf möl, 1,50 m á þykkt.
Lögin í 2 og 3 eru lárétt, en í 4 og 5 skálögótt. Lengd tommustokks er 1,70 m.
I.ög þessi eru nánar skýrð í texta.
Al)b. 6. Schnitt durch die miltlere Terrasse westlich des Bauernhauses Krókur.
2 = Ton, im oberen Teil als Bdnderton ausgebildet.
3 = Feinsand.
4 = Schriiggeschichteler Grobsand mit Kieslinsen. Die Schichlung fallt nach
dem Rande der Terrasse zu steiler ein und greifl Itier teilweise iiber
die Schichten 2 und 3 ilber.
3 = Kies.
Horizontflle Lagerung zeichnet die Schichten 2 und 3 gegeniiber den höheren
aus. Es wird angenommen, dass jene in lieferem Wasser zur Bildungszeit der
höchsten Terrasse entslanden, wahrend die Schichten 4 und 5 erst gebildcl
wurden nachdem sich der Seespiegel auf das Niveau der mittleren Terrasse
gesenkt hatte. Lange des Zentimetermasses = 1,70 m.