Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 16

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 16
110 N ÁT T Ú R U F R. Æ ÐINGURINN melur við suðurlandið er annar gígur, sem einnig liefur endur fyrir löngu myndazt úti í vatninu. Þar er að ýmsu leyti um merki- legt gos að ræða og ólíkt Sandeyjargosinu, einkum hvað snertir útlit gosefnanna. Þegar Nesjahraun kom upp, hefur það runnið ofan í og fram með þessum gíg og tengt hann landinu. Síðastan skal nefna lítinn gíg nyrzt í Nesjahrauni, alveg norður við vatn. Það er Eldborg. F.kki er útilokað, að þar sé um gervigíg að ræða. Til þess benda fleiri smágígar þarna við vatnið, sem örugglega eru þess konar myndanir. En Eldborg er langstærst af þessum gígum, jxitt lítil sé. Hingað til hef ég fremur hallazt að þeirri skoðun, að Fldborg væri raunverulegur gígur, bæði vegna útjitsins og eins vegna þess, að smámisgengi hefur myndazt þvert yfir gíginn með venjulegri norðaustur stefnu, er gef'ur til kynna, að hann liggi á brotlínu. Vel getur liugsazt, að hraunskiki sá, sem breiðist norður og vestur frá Eldborg og gervigígarnir eru í, sé þaðan runninn, Jdví að misgengið, sem sker Eldborg, sker einnig hraun Jretta, en ekki Nesjahraunið, er runnið hefur fast upp að Eldborg sunnan megin. Þetta þarfnast þó betri athugunar, áður en endanlegt svar fæst. III Eins og lauslega var á drepið, hafa landsig mjög látið til sín taka í myndun Þingvallavatns og mótun landslagsins þar í kring, og er óhætt að fullyrða, að landsig sé aðalþátturinn í myndnn vatnsins. Ýmislegt fleira kemur þó hér til greina. í yfirliti yfir jarðmyndanir og landslag á Þingvöllum nefnir Guðmundur G. Bárðarson (1930) skoðanir þær, sem fram hafa komið um myndun Þingvallavatns- dældarinnar, og getur Jress um leið, að fleira en eitt hafi stuðlað að myndun hennar. Eru Jressar skoðanir helztar: „1) Að dældin hafi myndazt við landsig. 2) Móbergsl jöllin beggja megin við dældina hafa hlaðizt upp smám saman og hækkað, á meðan eldgosin héldu Jrar áfram á jökultímanum. Vel getur verið, að gosefni liaí'i af ein- hverjum ástæðum ekki safnazt eins mikil þar sem dældin er nú, svo að J:>ar hafi dregið til dældar. 3) Eftir að byrjuð var að mynd- ast dæld, þar sem Skjaldbreiður er nú og suður á milli fjallanna, hefur bæði vatnsrennsli og skriðjöklar frá hálendinu l'yrir norðan leitað niður dældina, og bæði víkkað hana og dýpkað. Hugsan- legt er, að dældin hafi fyrrum verið opin suður úr vatnsdældinni,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.