Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1965, Side 36

Náttúrufræðingurinn - 1965, Side 36
Kaldárhöfða, ]>. e. gosmyndunum hans, sem ná góðan spöl austur á heiðina. Nær hinn einhlítasti suður undir Nautabrekkur, en hinir, sem eru breiðari og lægri, ná ekki eins langt. Smávægilegur ruðningsgarður er upp af Hagavík milli Líkatjarn- arháls og Öllusvatnsí’jalla, ogvíðar má finna klessur af jökulruðningi, sem koma þó ekki fyrir sjónir sem endaurðir, og verður þeim því sfeppt hér. Norðan í Mosfellsheiði finnast miklir jökulgarðar, sem ná vestan frá Kjósarskarði austur að Svínahlíð við Þingvallavatn. Þeir hafa myndazt af skriðjökli, sem skreið niður Þingvallavatnslægðina, fram með jökulbarði, er sveigði upp úr henni vestur á Mosfellsheiði. Er sennilegt, að þeir jökulgarðar hafi hrúgazt upp á sama tíma sem jökulgarðarnir og lónin mynduðust við Þingvallavatnslægðina suð- austanverða. Hér er í rauninni um þrenns konar jöklamyndanir að ræða: Endaurð, ])ykka botnurð að baki (þ. e. norðan) hennar á breiðu svæði, og malarása (sjá mynd 7). Endaurðin var rakin frá suðurenda Kjósarskarðs. Þaðan liggur hún suður austan við Fellsenda, en vestan við Stíflisdal II. Heldur hún svipaðri stefnu alveg suður fyrir Heiðartjörn. Þar þverbeygir hún til austurs og liggur um vegamót gamla og nýja Þingvallavegar- ins austur á Svínahlíð. Erá afleggjaranum að Stíflisdal suður að gamla veginum fylgir jökulaldan nokkurn veginn allbrattri hraunbrún og sýnist af þeim sökum hærri en hún er í raun og veru. Hraunið á sér upptök í lágum ási, sem Brekka nefnist, og er vestan undir Dyrafjöllum á móts við Dyradal. Hefur það ruhnið út á heiðina til norðurs eftir slakkanum á milli Mosfellsheiðar og Hæðadyngjunnar. Hraunstraumur þessi er ekki ýkja gamall, því að enn má auðveldlega sjá á honum rennslis- kvíslar og hraunbrúnin er víðast hvar furðu glögg. Ætla má, að hraunið sé frá interstadíali, þ. e. hlýindakafla á síðasta jökulskeiði. Jökulaldan sjálf er eigi mjög há og því lítt áberandi í landslaginu. Hún er víðast hvar tæpir 1000 m á breidd, þó stundum breiðari, þar sem hún greinist sundur í fleiri samsíða ruðningsgarða. Suður l'rá Eellsenda má þannig greina 3—4 ruðningsgarða með dældum og stöðuvötnum á milli. Stíflisdalsvatn er mórenuvatn og liggur að baki ruðningsgarðinum syðst í Kjósarskarði. Þegar kemur austur f’yrir vegamót gamla og nýja Þingvallavegar- ins, óskýrist innjaðar jökulöldunnar mjög. Þykkar jarðmyndanir,

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.