Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Síða 6

Náttúrufræðingurinn - 1939, Síða 6
98 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiMiimi iiimiimimiiiiiiiiii iiiiiiiiiiiimiim iiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiii iiiiiii imiiiiiiiiiiiiimiiiiiir ónir einstaklinga og leggja upp í langferðir. Stórir skarar af þess- um fiðrildum fara jafnvel heimsálfanna á milli. En hvert leið þess- ara vængstóru og veigaiitlu fiðrilda liggur, fer oft að einhverju leyti eftir því, hvaðan vindur blæs. Þannig geta suðlægir vindar átt sinn þátt í því, að fleiri eða færri af þeim berist til fslands. Sennilega eru það þistilfiðrildi, sem getið er um í annálum, að hér hafi sést í mikilli mergð, og nefnd voru sóttarflugur eða sóttarfiðrildi, því að menn óttuðust, að þau bæru með sér drep- sóttir. En hvers vegna koma þessi suðrænu fiðrildi fremur seinnipart sumars og á haustin, en á öðrum tímum árs? Það er vegna þess, að flest þeirra eru aðeins á þessum tíma fullvaxin fiðrildi. En hinn tími ársins fer að mestu leyti í egg,- lirfu- og púpuskeið. Und- antekning frá þessu er þó netlufiðrildið, sem í nágrannalöndum vorum sést meira hluta ársins. Þessi suðrænu fiðrildi geta ekki lifað hér yfir veturinn, en deyja er þau hafa dvalið hér skamma stund. Þær útlendu fiðrildategundir, sem mest ber á hér á landi, vegna stærðar sinnar og fegurðar, eru fimm: aðmírálsfiðrildi, þistil- fiðrildi, páfiðrildi og kongafiðrildi. Hin fjögur fyrstu teljast til dagfiðrilda, en það síðastnefnda er kvöldfiðrildi, enda óhkt hinum bæði að stærð og útliti. Það er líka miklu sterkbyggðara og dug- legra til flugs. Þessar fiðrildategundir eiga heima í norðanverðri Evrópu og víðar. Hér fer á eftir stutt lýsing á þeim, og er getið um þá fundar- staði, sem kunnir eru. 1. Aðmírálsfiðrildi (Pyrameis atalanda L.). Grunnlitur vængjanna að ofan er svartur. Hvor framvængur er með breiðu, rauðu þverbandi. Stór hvítur, aflangur blettur er við framjaðar vængsins. Röð af fimm hvítum smáblettum er í boga frá vængbroddi og að rauða þverbandinu. Utjaðar hvors aft- urvængs er rauður með f jórum svörtum smáblettum í röð. Fundið í Reykjavík og nágrenni hennar, Vestmannaeyjum, Hóli í Biskupstungum, Kerlingardal í V.-Skaftafellssýslu og Vagnsstöð- um í Suðursveit. 2. Þistilfiðrildi (Pyrameis cardui L.) Grunnlitur vængjanna að ofan er rauðgulur með svörtum og

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.