Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1939, Qupperneq 13

Náttúrufræðingurinn - 1939, Qupperneq 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 105 lllllllllllllllllimilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllMIIIIIIIIHHIIIIIIIIIIIOII11111111111111 Um seli (landselinn). Landselur. Karldýrið virðist mér stærra og gildara en kven- dýrið (urtan), þ. e. a. s. þegar bæði eru fullþroska.1) Eftir því, sem ég hefi komizt næst, kæpir ekki urtan fyr en hún er fjögurra vetra, en annars er ekki greiður aðgangur að því að virða fyrir sér sálarlíf þessarar tegundar. Þegar þíðukaflar komu á vetrum, kom mikið af sel á sínar slóðir og lágu þá einstaklingarnir í hóp- um, án þess að mótaði fyrir nokkru fjölskyldulífi. Þegar leið að sumarmálum, eða í síðasta lagi viku af sumri, fór að bera á því, ef veðrátta var hagstæð, að fullorðnu brimlarnir færu að safnast saman í stór-hópa á ákveðna staði og aldrei sást þar urta eða ung- selur innan um. Þetta var mér t. d. kunnugt um í Skorreyjum fyrir Álftaneslandi. Á hinn bóginn fóru þá urturnar og ungselurinn að halda sig að látrunum. Á þessum tíma árs var urtan ennþá í fullum holdum, en brimillinn farinn að megrast. Þessi aðgreining karl- og kvendýra er svipuð því, sem þekkt er hjá æðarfuglinum, þar sem blikarnir hverfa frá varplandinu þegar æðurinn fer að unga út og halda sig allt sumarið í stórum hópum á ákveðnum stöðum þar til þeir hafa fellt fjaðrir og fengið aftur sinn vanalega lit. Sömuleiðis heldur æðarkollan sig með unga sína á innvogum og víkum þangað til þeir eru um það bil fullbúnir til flugs, í síðasta lagi um veturnætur. Þá hverfur hún á brott og fara kynin þá að blandast að nýju. Merkilegt er það, að kollan virðist leita uppi sinn fyrra maka, svo framarlega sem hann er til, og virðist hún sérstaklega treg til þess að taka ástleitni annarra, þótt nógu margir séu í boði. Ég hefi oft horft á þessar samkomur í sjónauka, þar sem stórir hópar hafa verið saman komnir á sjón- um, þá hefir makaleitin farið fram; en hún stendur hæst á tíma- bilinu frá veturnóttum til jólaföstu. Ég hefi skotið þessu um æðar- fuglinn inn í þetta mál með því að líkt virðist eiga sér stað með láturselinn: Að karl- og kvendýr lifi út af fyrir sig um ákveðinn tíma ársins, eins og ég mun nú gera grein fyrir. Þess er fyrr getið, að um sumarmál söfnuðust saman stórir hóp- ar af brimlum í Skorreyjum — vanalega á annað hundrað — og 1) Bjarni Sæmundsson segir brimilinn minni en urtuna (íslenzk dýr II, Spendýrin, Rvík 1932). Á. F.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.