Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1939, Qupperneq 18

Náttúrufræðingurinn - 1939, Qupperneq 18
110 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN skutullinn nam við hann, þýtur hann af stað á bandið og var al- lifandi þegar við handsömuðum hann. Það kom oftsinnis fyrir, aðallega fyrir og um stytzta skamm- degið á veturna, þegar ég var á sjó, að selur rak upp hausinn sem snöggvast í kjölfari bátsins, lét sig aftur síga niður, og sást ekki úr því. Einkum fannst mér brögð að þessu í frostum. Það var t. d. einu sinni, að ég þurfti að fara sjóveg inn í eyjar, en um daginn hafði verið kalt veður og fallið lognsnjór í að minnsta kosti þrjár stundir, svo að yfirborð sjávarins var morandi af krapi, sem erfitt var að komast í gegn um. Skammt fyrir aftan bátinn, í vökinni, sem myndazt hafði í kjölfarinu, kemur svo upp láturselur, sem auðsjáanlega hefir verið skammt undir yfirborðinu. Hann stakk trýninu rétt upp úr sjónum, en seig svo niður aftur, og sá ég hann ekki eftir það. Ég beið þarna langan tíma, og er varla hugsanlegt að selurinn hafi í einu kafi getað synt mér úr sýn, þar sem skyggni var hið bezta, og sjórinn alhvítur allt í kring. Ég hefi einu sinni heyrt sögu um það, að Andrés heitinn á Hvítárvöllum hafi einu sinni að vetrarlagi verið á selveiðum í góðu veðri, en talsverðu frosti, og hafi þá lent á stað, þar sem hann átti sela von, en enga veiði séð. En um leið og hann réri burt, sá hann tvo seli liggja á botninum, skammt frá staðnum. Annar trúverðugur maður, alinn upp á selveiðijörð á Breiðafirði, kvaðst kunna að segja svipaða sögu, frá selakróun þar, og þá, sem ég greindi hér að framan. Útselur. Að lokum langar mig til þess að minnast nokkuð á útselinn, og kynningu mína við hann. Hann fer að eðla sig litlu eftir að urtan hefir fætt kópinn og er einn brimill um margar urtur, svo að tegundin lifir í fjölkvæni. — Meðan urtan er að ala upp kópinn, heldur brimillinn sig á staðnum við ból kópsins. Urtan er þá oft hjá honum í sjónum, stendur þar beint upp á endann, treður marvaða og horfir stöðugt upp til kópsins, en brimillinn liggur flatur á sjónum, þannig að aðeins vatnar yfii’ hrygginn, svo að einungis rönd af afturhreifunum stendur upp úr og sömuleiðis efsti hluti hauskúpunnar, og ber hæst á nösun- um. Þarna liggur hann og blæs hátt og drynjandi. Beri nú aðra brimla að garði, rennir hann sér á móti þeim í þessum stelling- um með blæstri miklum, og bægir þeim frá. Vilji þeir ekki góð- mótlega víkja, þá er þrifið ómjúkt í þá, svo að báðir færast í kaf, en afturendarnir koma við og við upp úr sjónum með hörð- um sviptingum. Ef leiknum lýkur með sigri heimabrimilsins, tekur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.