Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 19

Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 111 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMi' hann sér sömu stöðu og áður. Með flóðinu skríður urtan upp í bólið og nærir kópinn, og stundum fer brimillinn þangað líka, en oftar heldur hann sig í sjónum og heldur þar vörð. Þannig er fjölskyldu- líf útselsins, þegar allt er með kyrrum kjörum. En stundum kem- ur fyrir, að sjór tekur kópinn ósjálfbjarga burt úr bólinu, og rek- ur hann þá undan sjó og vindi. Foreldrarnir fylgjast þá með hon- um, þangað til hann berst að landi. Og þó hann haldi lífi, á hann, hrakningakópurinn, fyrir sér að verða seinþroskaðri og læpulegri en bólkópar, sem engin áföll hafa fengið, auk þess að hann bakar foreldrunum meiri fyrirhöfn. Þegar kópurinn er genginn úr snoðinu, sem er álitið að sé um mánaðartíma frá burði, er hann fullbúinn til þess að bjarga sér sjálfur, enda yfirgefa foreldrarnir hann þá og leita burt, því að þá fer einnig ófriðartími selatekj- unnar í hönd. Dreifir selurinn sér þá og fer í langferðir hingað og þangað á meðan að æti er nóg, en þegar kemur fram í des- ember fer hann að safnast saman að nýju á ákveðna hvílustaði áður en hungurtíminn fer í hönd, og þar liggur hann, þangað til björg fer að bera að garði næsta vor. í hafrosum safnast útselur oft saman við Hvalseyjar, og þá helzt við yztu eyjuna, er Sandey nefnist. Þar skríður hann upp á grös, langt upp fyrir flóðfar og liggur þar hreyfingarlaus, ef til vill margar vikur í einu, ef ekki mætir honum styggð eða snjóhríðar fara í hönd. Þá leitar hann í sjóinn, en í hreinviðri og kulda hreyfir hann sig ekki. Oft kom fyrir, að útselur var styggður burt úr eyjunni með uppidrápi, sem þá var stórkostlegt, vegna þess, að aðstaða var góð fyrir mann- inn, og hefir selurinn þá sótt undan á aðra staði, einkum í Mjóasker við Þormðóssker. Þar hefi ég oft komið á góu, og selurinn þá ver- ið búinn að hafa þar viðdvöl í lengri tima. I flestum bólunum hef- ir verið saur, sem svaraði á að gizka til sólarhrings hægða, en þvag þó að tiltölu langt um meira. Saurinn hefir mér virzt tvenns konar: Grár saur með fiskbeinum, að því er virtist úr smásíld og loðnu, og saur, sem var ljósrauður, en laus við beinaleifar, ef til vill litaður af krabbadýrum eða rauðþörungum. Eftir hið langvinna hungur vetrarins eru bæði brimill og urta blámögur og holdlaus og skinnið í fellingum á skrokknum. En óðar en hrognkelsi og annar fiskur fer að ganga á grynni, tekur selur þessi til óspilltra málanna, dreifist með öllum ströndum og virðist vera síveiðandi og síetandi nótt og nýtan dag, enda virðist hann hjarna við hverja fylli, en þó hvílir hann lítið á þurru fyrst í stað. Meltingin hlýtur að vera sterk, að geta tekið á móti svona

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.