Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1939, Side 29

Náttúrufræðingurinn - 1939, Side 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 121 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 orðinn fisk, og fer að lifa uppi undir yfirborði, þar sem Ijósmagnið er meira, breytast augun einnig og fá venjulegri lögun. 5. Fisklirfur. Þegar við höfum nú minnzt á fisklirfur, þá það vel við, að við virðum fyrir okkur þann mikla mun, sem oft og einatt er á hinni full- orðnu tegund og lirfunni. Við þyrft- um nú reyndar ekki að „fara yfir ána 7. mynd. Höfuð af álslirfu, sem til þess að sækja vatn“, því í hafinu lifir ' djúPu vatni, með „sjón- kringum landið okkar er hægt að auka-augu finna nóg af dæmum um þetta. Þannig eru lirfur löngunnar, keil- unnar, skötuselsins og margra annarra íslenzkra fiska allt öðru- vísi en fullorðnu fiskarnir og það svo mjög, að ógjörningur væri að sjá nokkurn ættarsvip, ef við þekktum ekki þróunarferil þessara tegunda. Þá má ekki gleyma þeim íslenzka fiskinum, sem frægast- ur er fyrir myndbreytingar sínar, en það er állinn. 1 margar aldir vissu menn alls ekki að litlu fiskarnir, sem voru eins og hnífsblað í laginu og fundust úti í Atlantshafinu (Leptocephalus brevirostris), ættu neitt skilt við álinn (An- guilla vulgaris), sem allir þekktu úr ánum á landi. En nú vita menn að þetta er ekk- ert annað en sami fiskurinn í tveimur mismunandi mynd- um. Og fiskafræðin getur nefnt mörg hliðstæð dæmi. Lítum t. d. á fisklirfuna, sem sýnd er á 8. mynd. Hún er ekki stór, aðeins 6 cm. á lengd, en einkennileg er hún í lög- un. Sérstaka athygli vekja augun, því að þau eru ekki inni í höfðinu, eins og við eig- um að venjast, heldur á löng- um leggjum út úr höfðinu. Þessi lirfa er víða í svifi heitu hafanna, og menn héldu að hér væri um sérstaka fisktegund að ræða (Stylopthalmus paradoxus). En á Dönu-leiðangrinum, sem 8. mynd. Lirfa (Stylophthalmus para- doxus) djúpfisks (Idiacanthus). Ein- kennileg að því leyti, að augun eru á mjög löngum leggjum.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.