Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 35

Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 35
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 127 llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII skynjuninni einni. Tímgun ættarinnar, þrif tegundarinnar, er því í alvarlegri hættu statt, nema sérstakar ráðstafanir séu gerðar. Ljósaútbúnaður djúphafsfiskanna, með sérstakri skipun ljóstækj- 14. mynd. Djúphafsfiskur (Photocrynus spiniceps, hrygna) með ljósker á snjáldrinu, og dverg-hæng fastan við augað. Hængurinn sýndur sér, meira stækkaður hægra megin. anna, eru alveg eins greinileg tegundarmerki eins og lögun og litir annarra dýra í hinu skærasta ljósi. En svo eru til djúphafs fiskar, sem „hafa kært sig kollótta" um alla ljósatækni, og áhættu þá, sem henni fylgir, og þeir hafa leyst æxlunarþrautina á alveg sérstakan hátt, sem er einstæður innan hryggdýrafylkingarinnar. Það hefir sem sé komið í ljós, að hængurinn (svilfiskurinn) festir sig þegar í æsku við hrygnu, sem hann nær í, vex lítið eða ekkert úr því, og 15. mynd. Tveir djúphafsfiskar (Linophryne argyresca og Edriolychnus schmidti). Svarti fiskurinn, vinstra megin á myndinni, er með einn dverg- hæng á kviðnum og stórt Ijósker á snjáldrinu. Hinn er næstum litarlaus, hálf glotkenndur. Á honum sjást þrír hængar. fer aftur um þann þroska, sem náð var, meðan hann lifði frjálsu lífi í sjónum. Karlfiskurinn virðist geta hengt sig fastan hvar sem er á kvenfiskinn, eftir því, hvar hann „ber að landi“. Fyrst í stað verður hann sjálfsagt að halda sér með tönnunum, en ekki líður á löngu þangað til myndast sepi eða eins konar húðspeni út úr líkama

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.