Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 37

Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 37
'1 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 129 tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin við að lokum hluta úr kvið sædjöfulsins með tveimur hængum föst- um í roðinu. Á. F. Allar myndirnar eru eftir: Johs. Schmidt: Danas Togt omkring Jorden 1928—1930, nema tvær þær síðustu, sem eru úr „Fiskarnir“ eftir Bjarna Sæmundsson. Árangur ísl. fuglamerkinga XV. A. INNANLANDS. 1) Rita (Rissa tridactyla (L)). Merkt (5/637) á Sauðárkróki, þ. 13. júlí 193h. Var hún þá fullorðin. Skotin á Faxaflóa 7 sjómílur norður af Garðskaga, þ. 11. apríl 1939. Skotmaðurinn var háseti á færeyskri fiskiskútu. 2) Lómur (Colymbus stellatus, Pontopp). Merktur (3/708)', þ. 20. júlí 1937 hjá Stakkadal á Rauðasandi, í Barðastrandarsýslu. Veiddist í net í Bugsvatni, í Fróðárhreppi í Snæfellsnessýslu, þ. 17. júní 1939. 3) R i t a (Rissa tridactyla (L)). Merkt (5/1909, þ. 7. júní 1939)j á Hafurbjarnarstöðum á Miðnesi í Gullbringusýslu. Var veidd og drepin þar í nágrenninu þrem vikum síðar. 4) Stelkur (Tringa totanus robusta (Schiöler)). Ungi, merktur (5/1916) á Hafurbjarnarstöðum á Miðnesi, þ. 20. júlí 1939. Fannst dauður í Kirkjubólslandi á Miðnesi skömmu síðar. 5) Ó ð i n s h a n i (Phalaropus lobatus (L)). Merktur (6/2765)] á Hafurbjarnarstöðum á Miðnesi, þ. 2. júlí 1939. Fjórum dögum síðar flaug hann á gaddavírsgirðingu þar í ná- greinninu og drapst af því. Þetta var ungi. 6) Stari (Sturnus vulgaris, L). Merktur (6/1775) á Skjald- fönn í Norður-lsafjarðarsýslu, þ. 8. maí 1939. Fannst dauður seinni partinn í september 1939, á Grund í Höfn- um í Gullbringusýslu. Hafði hann farið niður um reykháf og lent inni í eldstónni undir miðstöðvarkatlinum, sem ekki hafði verið kyntur síðan í vetur s. 1. Fannst hann þar þurr og hertur í ösk- 9

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.