Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1939, Side 47

Náttúrufræðingurinn - 1939, Side 47
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 139 að hér geti hafa verið um óvenju lítil egg stóru sæsvölu að ræða, en hún verpir, eins og kunnugt er, allvíða í Vestmannaeyjum. Á Náttúrugripasafninu í Reykjavík er geymdur hálffiðraður ungi litlu sæsvölu, sem náðist í Vestmannaeyjum (í Yztakletti) sumarið 1927, og Gísli Lárusson gullsmiður sendi safninu. — Þessi ungi er, eftir því sem eg veit bezt, fyrsta óyggjandi sönn- un þess, að litla sæsvalan verpi eða hafi verpt hér á landi. Á þennan unga minnist Dr. Bjarni Sæmundsson í grein þeirri, er getið hefir verið hér að framan, og þar segir hann ennfremur, Stóra srsvala (til vinstri) og litla sæsvala (til hægri). (Eftir Heilmann úr Heilmann og Manniche: Hanmarks Fugleliv). að í okt. 1928 hafi annar ungi til sézt á Heimaey (samkv. upp- lýsingum frá Gísla Lárussyni). Frá því fyrsta, er eg kynntist fuglalífi Vestmannaeyja, hefir það verið mín heitasta ósk, að geta fundið heimkynni litlu sæ- svölunnar. f þeim tilgangi hefi eg dvalið við athuganir á eftir- töldum stöðum: í Yztakletti 2 daga og 1 nótt, í Elliðaey 5 daga og 4 nætur og í Bjarnarey 2 daga og 2 nætur. Á öllum þessum stöðum verpir stóra sæsvalan — í Yztakletti hundruðum sam- an, í Elliðaey og Bjarnarey þúsundum saman. — Auk þess verpir hún í Suðurey og Álfsey, en eg hefi enn ekki haft tæki- færi til þess að gjöra neinar athuganir þar. Á Heimaey, á öðr-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.