Náttúrufræðingurinn - 1939, Síða 50
142 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiit
og hraunhausunum nema í hraunurðunum og hömrunum á
austanverðri eynni. Þar var eingöngu litla sæsvala. Árangur
var þá þessi: Varpstöðvar stóru sæsvölunnar í Elliðaey eru
grasi vaxnar brekkur, hólar og hryggir og ennfemur upp-
grónar urðir, en heimkynni þeirrar litlu eru aðeins í hraun-
urðum, lagskiptum hraunhausum og bergi svo sem:
1) í Skápunum.
2) í Kirkjuhausunum.
3) í Vatnsurðinni.
4) í Réttarurðinni.
5) í Hamrinum.
6) í Nálinni.
Á göngu minni um eyna þessa nótt veiddi ég 25 litlu sæsvöl-
ur, og af þeim voru 10 ásamt 10 stóru sæsvölum teknar til nán-
ari athugana og mælinga. Eftirfarandi töflur sýna þyngd og
nokkrar stærðir þessara tveggja tegunda.
Þyngdin er talin í grömmum, en lengdir allar í millimetrum.
Litla sæsvala (Hydrobates pelagicus (L.))
Nr. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Meðal töl
Þyngd 22 26 21 25 26 27 24 25 24 23 24,3
Heildarlengd 158 157 160 158 155 160 160 154 157 158 157,7
Vænglengd 125 125 130 130 126 127 128 127 124 125 126,7
Neflengd 11 11 11,5 11 10 11 11,5 10 11 12 11
Ristarlengd 21 21 21 20 23 22 22 22 21 22 215
Stóra sæsvala (Oceanodroma leucorrhoa leucorrhoa (Vieillot))
Nr. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Meðal- töl
Þyngd 38 38 40 40 44 40
Heildarlengd 204 208 202 202 212 205,6
Vænglengd 167 166 165 162 168 160 160 159 161 160 162,8
Neflengd 17 15 17 15 16 17 19 19 18 18 17,1
Ristarlengd 24 23 23 23 23 23 24 24 25 24 23,6
Af þessum töflum má sjá, að heildarlengd litlu sæsvölunnar
er nær því 1/4 minni en þeirrar stóru, og að sú litla er allt að
helmingi léttari. Litur þessara tveggja tegunda er sá sami,
módökkur, nema hvað sú litla er öll dekkri. Á báðum eru
yfirstélþökur og utanverðar undirstélþökur hvítar. Þessi hvíti