Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1939, Side 54

Náttúrufræðingurinn - 1939, Side 54
146 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll) þeir lifa á botni þar sem ekki verður togað, eða á grunnsævi ofan við fiskileitir. Af ca. 140 fiskitegundum, sem fundizt hafa við ísland, höfum við alls ekki fengið 80, en á hinn bóg- inn hafa fundizt nokkrar tegundir í fyrsta sinn. Aðeins einn fiskur hefir veiðzt af átta tegundum, nefnilega þessum: ískóð (Gadus saida) Flekkjaglitnir (Callionymus maculatus) Brandáll (Gymnelis viridis) Fölvi mjóri (Lycodes pallidus) Lax (Salmo salar) Langa laxsíld (Scopelus elongatus) Makríll (Scomber scombrus) og Laxsíld (Scopelus crocodilus) sem ekkert íslenzkt nafn hefir. Af tveimur tegundum; nefnilega : Punktos-laxsíld (Scopelus punctatus) og Dröfnu-skötu (Raja clavata) hafa aðeins veiðzt tveir fiskar af hvorri, og þá verða eftir 50 tegundir, sem veiðzt hefir meira af. Þrír fiskar hafa fengizt af Slóansgelgju (Chauliodus Sloanei), fjórir af mjóra-tegund (Ly- codes species), sem ekki varð ákvörðuð, sex hálcarlar (Som- niosus microcephalus), sjö náskötur (Raja fullonica), sjö keilu- bræður (Onos mustela), átta blákjöftur (Onos Reinhardti) og tíu litlu brosmur (Phycis blennioides). Eru þá eftir 43 tegundir,. sem meira hefir veiðzt af en einir tíu fiskar. Af algengari teg- undum, sem þó hafa eigi veiðzt af 100 fiskar, eru tíu, nefnilega (tala veiddra fiska í svigum við latnesku nöfnin) : Blágóma (Anarrhichas latifrons 12) Hvéljusogfiskur (Liparis Reinhardti 22) Skötuselur (Lophius piscatorius 24) Áttstrendingur (Agonus decagonus 41) Dílamjóri (Lycodes Esmarki 52) Þrömmungur (Triglops Pingelii 53) Marhnýtill (Cottunculus microps 57) Hlýri (Anarrhichas minor 84) Sandsíli (Ammodytes lancea 87) og Hrognkelsi (Cyclopterus lumpus 99).

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.