Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 80

Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 80
72 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN INGÓLFUR DAVÍÐSSON: GRÓÐUR Á ÁRSKÓGSSTRÖND Árskógsströnd liggur á vesturströnd Eyjafjarðar milli Svarf- aðardals og Galmastrandar. Að norðan skilur Hámundarstaða- háls hana frá Svarfaðardal. Hálsinn er allhár, vaxinn hrísi og lyngi. Sunnan við sveitina er Kötlufjall og fram af því Hillur, sem ganga í bergstöllum niður að sjó. Utan við Hillur eru ásar skammt frá sjó og nokkru norðar eru tveir höfðar, Birnunes- borgir og Fagurhöfði. Milli þeirra er flatt og víðlent hríslendi, Litlu-Árskógsmóar. Upp af höfðunum og ásunum er einnig tals- vert láglendi. Skiptast þar á stórir mýraflákar, grasmóar og viðarmóar. Að vestan takmarkast láglendið af nálega 1000 m háum fjöllum. Inn í þau skerst Þorvaldsdalur (Þórhallsdalur) til suðurs allt til Fornhaga í Hörgárdal. Dalurinn er grösugur með talsverðum engjum neðan til, en verður síðan þröngur. Ströndin liggur á móti norðri og norðaustri. Er þar snjóþungt mjög og vetrarríki mun meira en innar með firðinum, fyrir inn- an Hillur. Víðast er sæbratt, háir bakkar eða hamrar með sjó fram. Láglendi Árskógsstrandar hefur áður verið víða skógi vaxið. Á það bendir nafn sveitarinnar o. fl. örnefni, t. d. Skógar- hólar, Stærri-Árskógur (Staðárskógur) og Litli-Árskógur. Ár- skógarnir hafa verið báðum megin Þorvaldsdalsár. Þar eru nú víðlendir hrís- og lyngmóar. Er víða kvistlendi mikið á Árskógs- strönd bæði á láglendi og í höfðum og hlíðum. I jarðabók Árna Magnússonar 1712 er hrís- og viðarrif til eldiviðar talið til hlunn- inda í Árskógunum báðum, á Selá, Birnunesi, Grund, Kúgili, Kálfsskinni, Krossum, Hellu og Stóru-Hámundarstöðum. Skógur til kolagerðar var í Árskógunum langt fram eftir 18. öldinni. Fyrir 60—70 árum var ennþá birki- eða hrískjarr á Litlu-Ár- skógsmóum, svo að fé leyndist stundum undir hríslunum. Enn- fremur hefi ég athugað svarðarlög (mólög) víða á Árskógs- strönd og allsstaðar fundið viðarleifar (sprek), nema í einstaka forarmýrabletti. Þannig fann ég viðarleifar í landi Hámundar- staðanna beggja, Árskóganna, Krossa, Hellu, Brattavalla, Kleif- ar, Kálfsskinns, Götu, Selár, Birnuness og Hinriksmýrar. Sprek
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.