Náttúrufræðingurinn - 1940, Síða 80
72
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
INGÓLFUR DAVÍÐSSON:
GRÓÐUR Á ÁRSKÓGSSTRÖND
Árskógsströnd liggur á vesturströnd Eyjafjarðar milli Svarf-
aðardals og Galmastrandar. Að norðan skilur Hámundarstaða-
háls hana frá Svarfaðardal. Hálsinn er allhár, vaxinn hrísi og
lyngi. Sunnan við sveitina er Kötlufjall og fram af því Hillur,
sem ganga í bergstöllum niður að sjó. Utan við Hillur eru ásar
skammt frá sjó og nokkru norðar eru tveir höfðar, Birnunes-
borgir og Fagurhöfði. Milli þeirra er flatt og víðlent hríslendi,
Litlu-Árskógsmóar. Upp af höfðunum og ásunum er einnig tals-
vert láglendi. Skiptast þar á stórir mýraflákar, grasmóar og
viðarmóar. Að vestan takmarkast láglendið af nálega 1000 m
háum fjöllum. Inn í þau skerst Þorvaldsdalur (Þórhallsdalur)
til suðurs allt til Fornhaga í Hörgárdal. Dalurinn er grösugur
með talsverðum engjum neðan til, en verður síðan þröngur.
Ströndin liggur á móti norðri og norðaustri. Er þar snjóþungt
mjög og vetrarríki mun meira en innar með firðinum, fyrir inn-
an Hillur. Víðast er sæbratt, háir bakkar eða hamrar með sjó
fram. Láglendi Árskógsstrandar hefur áður verið víða skógi
vaxið. Á það bendir nafn sveitarinnar o. fl. örnefni, t. d. Skógar-
hólar, Stærri-Árskógur (Staðárskógur) og Litli-Árskógur. Ár-
skógarnir hafa verið báðum megin Þorvaldsdalsár. Þar eru nú
víðlendir hrís- og lyngmóar. Er víða kvistlendi mikið á Árskógs-
strönd bæði á láglendi og í höfðum og hlíðum. I jarðabók Árna
Magnússonar 1712 er hrís- og viðarrif til eldiviðar talið til hlunn-
inda í Árskógunum báðum, á Selá, Birnunesi, Grund, Kúgili,
Kálfsskinni, Krossum, Hellu og Stóru-Hámundarstöðum. Skógur
til kolagerðar var í Árskógunum langt fram eftir 18. öldinni.
Fyrir 60—70 árum var ennþá birki- eða hrískjarr á Litlu-Ár-
skógsmóum, svo að fé leyndist stundum undir hríslunum. Enn-
fremur hefi ég athugað svarðarlög (mólög) víða á Árskógs-
strönd og allsstaðar fundið viðarleifar (sprek), nema í einstaka
forarmýrabletti. Þannig fann ég viðarleifar í landi Hámundar-
staðanna beggja, Árskóganna, Krossa, Hellu, Brattavalla, Kleif-
ar, Kálfsskinns, Götu, Selár, Birnuness og Hinriksmýrar. Sprek