Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 70

Náttúrufræðingurinn - 1940, Page 70
162 N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN teg. eru bláklukka (Campanula rotundifolia), gullsteinbrjótur (Saxifraga aizoides), maríuvöttur (Alchemilla faeroensis), fagur- blóm (Trientalis europea) og súrsmæra (Oxalis acetosella), sem aðeins hefir fundizt í Borgarfirði eystra. Hinar fjórar eru al- gengar á Austurlandi. Þær finnast að vísu víðar, en einkennis- jurtir eru þær aðeins í austurhluta landsins. Er þar að sumu leyti sérstæður jurtagróður., Auk lyngbúans sá ég tvær aðrar jurtir í Njarðvík, sem ekki er áður getið frá Austfjörðum. Það eru dúnhlustrastör (Carex pilulifera) og eggtvíblaðka (Listera ovata). Vaxa þær í Tóarfjalli, Kerlingarmóum og Grjótafjalli. Á þessum stöðum er einnig óvenjumikið af umfeðmingi (Vicia cracca). Vex hann hvarvetna innan um lyng og kjarr í Njarðvík. Gullkollur (Anthyllis vulneraria) er algengur, einkum á sjávar- bökkum framan í Tóarfjalli og er mjög þroskalegur. (Var hann áður fundinn þar af Helga Jónssyni.) Eru norðurhlíðar Njarðvík- ur mjög gróðursælar og fagrar, algrónar lyngi og lágu kjarri. Er þar aðalbláberjaland mikið.*) LEIÐRÉTTING. Nokkrar meinlegar prentvillur hafa slæðzt í ritgerð Jakobs Líndals: Mælifellshnjúkur, Nátt. X. árg. bls. 51—67. Þessar hafa fundizt: Á bls. 55, 4. 1. að ofan komi efri lögum í stað efni lögum. -----60, 11. 1. að neðan komi aukapinklum í stað augaþenklum. -----61, 5. 1. að neðan komi hnjúksröðlinum í stað hnjúks- söðlinum. -----61 undir myndinni komi röðlinum í stað söðlinum. -----65,. 3. 1. að ofan komi röðli í stað söðli. *) Lyngbúinn vex í Noregi allt norður á 70°. Einnig finnst hann í Danmörku, einkum á Vestur- og Norður-Jótlandi.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.