Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1947, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 1947, Blaðsíða 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 111 3 m að þvermáli, en algengast er þó, að það sé fellt, þegar það er orðið 30—40 m að liæð og 1 m í þvermál neðari til. Langt upp eftir stofni trésins vaxa engar greinar, svo að hægt er að saga úr stofninum óvenjulega langar fjalir eða bita, sem eru algerlega kvistalausir, enda er rnjög sótzt eftir þessum viði til alls konar srníða. Hann er venju- legast nefndur oregon pine, en einnig douglas jir. Hann er harpix- ríkur, þéttur og endingargóður, nokkuð seigur, og er allerfitt að vinna hann, af barrtrjáviði til að vera. Hann er röndóttur, skiptir á brúnrauðleitum rákum og ljósbrúnleitum. — Hemlockgreni er tvenns konar, annars vegar Tsuga mertensiana (vestur-hemlock) og T. canadesis (austur-hemlock). Viðurinn af báðum trjátegundunum, sem nefndur er hemlockviður, er ljós með brúngulléitum blæ, gróf- gerður og meðalsterkur af fyrrnefndu trjátegundinni, en mjög sterk- ur af hinni síðarnefndu, enda er sá viður mikið notaður við bygging- ar ýmissa mannvirkja, en viðurinn af fyrrnefndu trjátegundinni til smíða innan luisa. Allur greniviður er Ijósleitur, frekar léttur í sér og nokkuð mjúk- ur. Árhringirnir eru greinilegir og bilið á milli þeirra tiltölulega breitt, yfirleitt breiðara en á furuviði. Harpixgangar sjást sent gul- leitar rákir, þegar langskurður viðarins er skoðaður, en á þverskurði sjást jieir sem hvítir smádeplar, þegar viðurinn cr skoðaður í stækk- unargleri. í fagurgreni eru jró engir harpixgangar. Ung grenitré eru notuð sem jólalré á sama hátt og ungar furur. Eik er viðurinn af ýmsum Quercus-tegundum. Tegundirnar eru fjölda margar, um 200 að tcilu, en gagnlegastar eru tvær evrópskai tegundir, sumareik (Qu. robur) og vetrareik (Qu. sessiliflora). Eru ]>ær livor annarri mjög líkar, enda víða talclar afbrigði sömu tegund- ar, og verður viðurinn af báðum tegundunum ekki greindur í sund- ur. Hann er hvítur, meðan tréð er ungt, en dökknar, þegar tréð eldist, verður fyrst gulleitur, en síðan brúnleitur. Hann er harður og sterkur og mjög endingargóður. Stiindum er eðlisþyngd hans mjög mikil, kemst jafnvel lítið eitt upp fyrir 1. Viðarpípurnar eru stórgerðar. Eikarviður er mjög misjafn að gæðum eftir því, hvar trén hafa vaxið. Hafi tréð ekki hentug vaxtarskilyrði, er stofn þess og greinar bognar og oft jafnframt snúið upp á hvort tveggja, og er að sjálfsögðu illt að smíða úr viðnum af slíkum trjám. En oft er stofninn þráðbeinn og kjarninn fyrirferðarmikill, og er einkum sótzt eftir viðnum af þeim. Allur eikarviður þolir ágætlega áhrif vatns og illa veðráttu, og hefur það lítil áhrif á hann, þótt hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.