Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.08.1947, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 01.08.1947, Blaðsíða 19
NATTURUFRÆÐINGURINN 115 hefur legið í vatni nokkurn tíma, t. d. þeim viði, sem hefur verið fleytt niður eftir fljótum. Stofnunum eða bitunum er ekið inn í stóra sívalninga, sem loka má loftþétt og þola mikinn þrýsting. Er loftinu fyrst dælt úr sívalningnum, en síðan er hann fylltur með varnarefninu, t. d. kreósótolíu, sem haft er 70—80°C, þrýstingurinn hækkaður um nokkra loftþunga og allt látið vera við það í 1—2 klst. Þá er þeirri olíu, sem ofaukið var, dælt burtu. Hægt er að spara mik- ið af varnarefni með því að setja viðinn undir 4—5-faIdan Ioftþrýst- ing rétt áður en olíunni er þrýst inn í hann. Safnast þá dálítið af lofti fyrir í viðnum, og er það nóg til þess að þrýsta því af varnarefn- inu út úr viðnum aftur, sem ofaukið er, þegar þrýstingnum er hleypt af, og dálítill tími látinn líða. Með þeim hætti má spara meira en helming varnarefnisins. Sá viður, sem er gegnbleyttur með heppilegu varnarefni, endist miklu lerigur en hann hefði annars gert, jafnvel mörgum sinnum lengur. Algeng aðferð til að verja við gegn áhrifum vinda og veðurs er að þekja hann með þunnri himnu af vatnsheldu efni, einkum olíu- málningu eða oh'ulakki. Er oft allmikið gagn að því, en það er þó oftast nær ekki síður gert í fegurðar skyni. Þeim vörnum verður þó ekki við komið, ef viðurinn lig'gur í jörðu. Ýmis sjávardýr valda oft miklu tjóni á trjávið í bryggjum og öðrum mannvirkjum, sem stöðugt standa í sjó, trjávið, sem stendur í ósöltu vatni er miklu síður hætta búin. Eru dýr þessi margs konar, en hér við land er einkuro um tvær tegundir að ræða, sem báðar lifa einung- is í söltu vatni. Annað er krabbadýr, sem nefnt er tréæta (Limnoria lignorum), en hitt lindýr, sem nefnt er trémaðkur (Terdo norvegica). Sjávardýr þessi geta oft eyðilagt mikil mannvirki á skömmum tíma. Til að verja viðinn þessum skaðdýrum er hann oft gegnbleyttur með varnarefnum. En einnig má þekja hann með málmþynnum eða öðru í varnar skyni eða negla í hann járnnöglum með stuttu milíibili, og er oft mikið gagn að því. Þegar járnnaglar eru notaðir, ryðga þeir brátt, einkum í greniviði, og þurfa ryðblettimir umhverfis naglana að ná saman. Af ryðinu verður viðurinn harður á yfirborðinu, og geta dýrin þá ekki étið sig inn í hann. Trjáviði er allhætt við að verpast eða rifna, þegar hann fer að þorna eða eldast, og getur oft hlotizt mikið tjón af því. Með þurrk- un og gufusuðu er reynt að hamla gegn því, eu mikið gagn er einnig að því að saga viðinn niður í þunnar plötur og líma tvær eða fleiri

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.