Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.08.1947, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 01.08.1947, Blaðsíða 16
112 NATTURUFRÆBINGURINN blotni og þorni oft til skiptis. Er hann því einkar vel fallinn til smíða á skipum, brúm, bryggjum og öðrum slíkum mannvirkjum, enda mikið til þess notaður. Enn fremur er liann mikið notaður til smíða á tunnum og ámum, húsgögnum, verkfærum og mörgu öðru. Ur honum er einnig framleitt mikið af spæni, einnig úr viðnum af rótinni, og er slíkur spónn mjög endingargóður. Úrganginn af viðnum, einnig börkinn af trjánum, má nota til sútunar. — Af öðr- um eikartegundum má einkum nefna hina amerísku rauðeik (Qu. rubra). Kjarnaviðurinn af henni er brúnrauðleitur, og er hann lé- legri en viðurinn af hinum evrópsku tegundum, sem nefndar voru. Jiann er hvorki eins sterkur né eins endingargóður og er því aðallega notaður í húsgögn og til eldsneytis. Af annarri amerískri tegund, hvíteik (Qu. alba), fæst viður, sem mjög líkist viðnum af evrópsku eikartegundunum, einnig af Qu. garryana. Er viðurinn af síðast- nefndu tegundinni ljósbrúnn eða gulur að lit og oft nefndur ore- goneik. Oft kemur það fyrir, að viðurinn af trjátegundum alls óskyldum Quercus-tegundunum er hafður á boðstólum sem eik, og ber að var- ast það. Margs annars þarf að gæta, þegar eikarviður er valinn í verk- færi eða mannvirki, sem lengi eiga að endast og mikið reynir á, — þess t. d., að viðurinn sé af fullvöxnum trjám og fidlþurr, því að eik þornar illa, og er henni því hætt við að verpast. en ekki má hann heldur vera af trjám, sem hafa verið úr sér vaxin. Hafa þarf og gát á rifum í viðnum og mörgu öðru, eins og ætíð er nauðsynlegt, þegar viður er valinn. Þegar tréð liefur verið fellt í skóginum, eru greinar höggnar al' því og toppurinn og börkurinn fleginn af því, en stofninn er síðan sagaður niður í Iræfilega löng stykki eftir því, til hvers á að nota tréð. Eigi að nota það til framleiðslu á sellulósa eða öðru pappírs- efni, sem í girðingarstaura, simasiaura, raflagnastaura, aðra staura (stólpa), spirur, eða annað þess háttar, þar sem hin sívala lögun er frekar til gagns eða að minnsta kosti ekki til ógagns og gildleiki trés- ins er hæfilegur, er það ekki sagað frekar niður. En mestur liluti alls trjáviðar er þó notaður í öðru skyni, og er stofninn þá einnig sagað- ur niður eftir endilöngu, og er það gert í skógunum eða sem næst þeim. Hvernig þeirri sögun er hagað, fer að sjálfsögðu eftir því hvoru tveggja, hver viðurinn er og hvernig þeir trjástofnar eru á sig komnir, sem fyrir liendi eru, og ekki síður eftir því, til hvers

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.