Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1947, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 1947, Blaðsíða 6
98 NÁTTÚRUI'RÆÐINGURINN ins suðvestur af Vatnajökli og kortlagði Veiðivatnasvæðið. Mun þá þegar liafa kviknað hjá honum sú ást á íslenzkum öræfum, sem dvín- aði aldrei síðan. Við Menntaskólann á Akureyri var Steinþór kennari til 1935. Hann átti þar drjúgan þátt í að koma fótum undir stærðfræðideild skólans. í félagslífi skólans tók hann mjög virkan þátt og lét sér frá öndverðu sérstaklega annt um vetraríþróttir nemanda. Býr skólinn að því enn. Árið 1935 fluttist Steinþór til Reykjavíkur og varð kennari við Menntaskólann þar. 1938 var hann skipaður skólastjóri liins ný- stofnaða Viðskiptaháskóla. Því starfi gengdi hann til 1941, er skól- inn var gerður að deild við Háskóla íslands, og kenndi áfram við þá deild til haustsins 1946. 1941 — 1945 var hann einnig stundakennari við Menntaskólann og liafði auk þess frá stofnun verkfræðideildar Háskólans umfangsmikla kennslu við þá deild. Reyndist hann hvarvetna ötull í kennslustarfi sínu og var vinsæll af nemöndum. Hvert traust var borið til hans sem skólamanns, ntá m. a. marka af því, að hann var skipaður framkvæmdastjóri fyrstu landsprófsnefnd- arinnar vorið 1946. Steinþór kvæntist 1938 Auði Jónasdóttur Jónssonar. Eignuðust þau tvö börn. Þótt Steinþór Sigurðsson væri alla tíð eftir heimkomu sína svo hlaðinn kennslustörfum, að margir hefðu látið sér nægja það verk eitt saman, vann liann merkustu störf sín utans skólans. Það voru störf hans í þágu íslandsrannsókna og íþróttamála. Eins og áður er getið, vann hann að landmælingum á Veiðivatnasvæðinu sumarið 1937. Þrem sumrum síðar tók hann aftur upp landmælingastarfið, var sumarið 1930 aðstoðarmaður danskra landmælingamanna á ör- æfunum suður af Skagafirði, en næstu átta sumurin foringi mæl- ingaflokks. Hann kortlagði á þessum árum, ásamt E. Jensen, öll öræfi landsins norðan og austan jökla frá Goðdölum til Horna- fjarðar, svo og Vonarskarð, Sprengisand og svæðið milli Þjórsár og Köldukvíslar, og punktmældi kringsvæði Langjökuls. Steinþór var afkastamaður við mælingar þessar, svo að af bar, en kort lians bera einnig vott um næman skilning á myndun og mótun þeirra lands- svæða, sem liann kortlagði. Árið 1939 var Rannsóknanefnd (síðar Rannsóknaráð) ríkisins. stofnuð, og kaus hún sér Steinþór sem framkvæmdarstjóra. Því starfi fylgdi frá 1941 framkvæmdastjórn Atvinnudeildar Háskólans. Fylgdu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.