Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.08.1947, Blaðsíða 39

Náttúrufræðingurinn - 01.08.1947, Blaðsíða 39
Guðmundur Kjartcmsson: TRISTANSEY Eftir endilöngu Atlanzhafi frá norðri til suðurs liggur hryggur neðansjávar því sem næst miðja vega milli meginlanda. Hann kemur glöggt í ]jós á dýptarkortum. Á honum er yfirleitt minna en 3000 m dýpi, en alls staðar miklu dýpra til beggja hliða. Á stöku stað ná liæstu kryppur þessa hryggjar upp yfir sjávarflöt og mynda eyjar. ís- land er langstærst þeirra. Hryggurinn er nokkuð bugðóttur og kyn- lega samsíða ströndum meginlandanna, Evrópu og Afríku að austan og Norður- og Suður-Ameríku að vestan. Ýmsar tilgátur hafa orðið til um myndun hans, en engin einhlít, og skulu þær ekki raktar hér. Nyrzta eyin á hryggnum er Jan Mayen og næst ísland. Frá íslandi gengur háegg hryggjarins til suðvesturs út af Reykjanesi, og er sá kafli hans nefndur Reykjaneshryggur. Miklu sunnar eru Azóreyjar milli Portúgals og New 'York, Sankti-Pálsey, við miðjarðarlínu, Ascension, sem er stök ey vestur af Kongóarósum, þá eyjaklasinn Tristan da Cunha (—. kúnja) um 1400 sjómílur litlu sunnar en vest- ur frá Góðrarvonarhöfða og nokkru lengri veg frá Suður-Ameríku og loks Bouvet-ey á suðurenda hryggjarins. Nyrsta mannabyggð þessa hryggjar er á íslandi og hin syðsta á Tristan da Cunha. Aðeins ein eyin í klasanum Tristan da Cunha er byggð, Sú er stærst og er sérstaklega kölluð þessu langa og óþjála nafni, sem kunn- ugir menn stytta í aðeins Tristan. Við skulum kalla hana Tristansey. Á Tristansey er afskekktasta mannabyggð á jörðunni . Að vísu eru í Kyrraliafi byggðar eyjar fjær meginlöndum, en þar er bilið brúað af öðrum byggðum eyjum. Veturinn 1937—'38 var gerður út norskur leiðangur til Tristans- eyjar. Leiðangursmenn voru 13 alls, ellefu Norðmenn, einn Breti og einn Suður-Afríkumaður, flestir vísindamenn í ýmsum greinum, en

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.