Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1947, Blaðsíða 46

Náttúrufræðingurinn - 1947, Blaðsíða 46
138 NÁTT Ú RUFRÆÖING URINN Að undan skildu háfjallinu er eyin vel gróin, m. a. hávöxnu grasi, seni notað er í húsþök, og stóru burknastóði, tn skóglaust er þar að kalla. Landspendýr eru engin í Tristansey nema aðflutt, þ. e. búpen- ingur eyjaskeggja, setn gengur hálfvilltur í afréttunum, og mýs og rottur, sem eru alvarleg landplága. Aftur á móti er mikil mergð sjófugla, og þeir eru ásamt eggjunum gott búsílag. Og fiskur veður mikill við ströndina. Hann er ein helzta matbjörg íbúanna. Þær tegundir fiska og fugla, sent nokkuð kveður að, eru — eins og vænta má — allar aðrar en við þekkjum liér við land. Það var upphaf byggðar á Tristansey, að Bretar settu þar lierlið á land árið 1816. Foringi þess hét William Glass og var skozkur að ætt. Hann hafði með sér konu og börn. Konan var frá Suður-Afríku, eitthvað blönduð að kyni. Aðrir liðsmenn voru Hottintottar. Um þessar mundir var Napóleon, fyrrum Frakkakeisari, fangi á Sankti- Helenu, og skyldi herliðið undir forustu Skotans koma í veg fyrir, að vinir Napóleons hefðu Tristansey að bækistöð til að ná honum úr haldi. Að ári liðnu voru Hottintottarnir sendir heim, en Skotinn varð eftir með fjölskyldu sinni, að vísu í leyfisleysi, en hann var aldrei sóttur. Með einhverjum hætti komust fjórir karhnenn í viðbót til eyjar- innar og settust þar að hjá Skotanum. En þeim varð fátt til kvenna, eins og nærri má geta, og báru sig illa af þeini sökum. Þeir töldu raunir sínar fyrir skipstjóra nokkrum al' hvalveiðiskipi, sem heim- sótti þá. Hanri brást vel við. í næstu ferð hafði hann út með sér l'rá Sankti-Helenu fjórar konur, sem voru til í að freista gæfunnar í ókunnu landi. Þeim var raðað upp í flæðarmálinu á Tristansey, og ógiftu karlmennirnir tóku sína hver og stofnuðu heimili. Þessar konur voru kynblendingar svertingja og hvítra manna, og að yfir- ltragði sóru þær sig mjög í svörtu ættina. Annars er fált eitt um þær vitað, en fyrsti kristniboðinn, sem kom til eyjarinnar bar þeim illa söguna og kallaði þær nöldurskjóður. Síðan hafa skipreika sjómenn við og við bætzt í hópinn á Tristansey. Nú má heita að allir íbúar eyjarinnar séu afkomendur kvennanna fimm, sem að framan getur. Þeir voru 188 að tölu árið 1938 og hafði þá fjölgað um helming á síðustu 40 áruni. Öll byggðin á Tristansey er í einu þorpi á norðurströndunni gegnt opnu hafi. Oft er þar ólendandi vegna brims, og póstskipið, sem kemur einu sinni á ári frá Suður-Afríku, þarf stundum að bíða dög-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.