Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.08.1947, Blaðsíða 11

Náttúrufræðingurinn - 01.08.1947, Blaðsíða 11
NATTURUl'RÆÖINGURINN 107 miðju trjástofnsins (mérgnum), en erfiðara, e£ hún liggur þvert á fyrrnefnda stelnu. En öft eru hinar löngu frumur, er liggja eftir trénu endilöngu, svo samvaxnar vegna snúnings á frumunum eða beygju á þeim eða svo J'estar saman af öðrum frumum, að illt eða næstum ógerlegt er að kljúfa viðinn í sundur. Slíkur er viðurinn t. d. af birki, quebracho og ýmsum öðrum trjátegundum í hitabeltis- löndunum. Liturinn á hinum ýmsu trjáviðartegundum er allbreytilegur. Oft- ast nær er hann þó uppliaflega Jjós, og helzt sá litur á sumum alla tíð, en á öðrum dökknar hann eftir því, sem tréð vex og eldist, svo að innsti hluti viðarins, kjarnaviðurinn, er mun dekkri en afhöggið. Sjaldan tekur viðurinn á sig sterkan lit, en sé svo, getur hann orðið til mikils gagns, annaðhvort til framleiðslu á litarefninu, sem er fyrir liendi í viðnum og ræður lit lians, eða til húsgagnasmíða eða annarra smíða. Svo er t. d. um íbenholt. sítrónuvið, blávið og margar aðrar viðartegundir. Sumar liafa ekki sérlega sterkan lit, en eru dökk- ar, dökkbrúnar, gulbrúnar eða rauðbrúnar, t. d. teakviður, eik, epla- viður, valhnotuviður og mahagóní. Oft kemur liturinn þó ekki vel fram, fyrr er loft hefur fengið að Jeika um viðinn eða hann er farinn að eldast. Af fiestum trjáviðartegundum er nokkur lykt, sumum mikill ilm- ur. Stafar ilmurinn mestmegnis af harpixum sem viðurinn inni- heldur, sútefnum og öðrum lífrænum efnum. Sjaldnast er gagn að lyktinni, oft frekar ógagn, en þó kemur það fyrir. að nota má viðinn til framleiðslu á ilmandi efnum, t. d. sandeloh'u. Lyktin hverfur smátt og smátt, þegar viðurinn fer að eldast, en oft kemur hún fram á ný, þótt viðurinn sé orðinn gamall, ef sagað er í hann. Nýfelldur trjáviður inniheldur allmikið af vatni, að sjálfsögðu misjafnlega mikið eftir því, hver tegundin ei\ En það hefur einnig mikil áhrif á vatnsmagnið, um hvaða leyti árstréð er fellt, hvort það er t. d. fellt að vetri eða sumri. Þar sem leitazt er við að Jiai'a vatns- innihald viðarins sem minnst, eru trén aðallega felld að vetri til, helzt um hávetur, því að þá er safinn í trjánum langminnstur. Vatns- innilrald nýfellds viðar er samt um 50%. En það kemst niður í 20— 30%, ef viðurinn f'ær að standa úti í gisnum hlöðum, þar sem vindur leikur um hann, og niður í 8—Í0%,ef öllum raka er haldið frá viðn um og hahn fær að standa nógu lengi. Er það liinn svonefndi Joft- þurri viður. Vatnsinnihald viðarins breytist þó mjög fljótt, ef raka- stig umhverfisins breytist, hann tekur brátt á sig raka, ef loftið um-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.