Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1947, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 1947, Blaðsíða 22
114 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN á viðnum, en út frá henni vaxa þræðir inn um viðinn, og geta þeir orðið furðulangir. Fyrir áhrif sveppsins rnissir viðurinn alla innbyrð- is festu, í hann koma rifur, sem liggja ekki eingöngu samhliða trefj- unum í viðnum, heldur einnig þvert á þær og allavega á misvíxl. Sækir sveppurinn næringu í viðinn, og myndast rifurnar af þeirri ástæðu. Aðrir sveppir og gerlar, sem geta lifað á trjáviði, liafa sams konar áhrif á hann, þótt seinvirkari séu, og eru sumir jafnvel eitr- aðir. Margt er gert til að verja viðinn jiessum skemmdum, svo sem al- kunnugt er, það fyrst og fremst að lialda frá honum öllum raka. En því verður ekki ætíð við komið, t. d. ekki, þegar viðurinn þarf að liggja í jörðu, sem ævinlega er meira eða minna rök. Er hann þá gegnbleyttur með ýmsum efnum i varnar skyni, sem drepa smáveru- gróður eða hindra tímgun lians, t. d. með súblímati, koparvítríóli, kreósótolíu, kreósólkalsíumi og tríólíti, senr er sambland af natríum- flúóríði, dínítrófenóli og kalsíumkrómati. Þessi efni þurfa að kom- ast eins langt inn í viðinn og frekast er unnt, helzt inn í miðbik livers bita eða trjástofns, Jiví að myndazt geta rifur í viðnum, sem ná svo iangt inn í hann, að sveppir geti borizt með Jreim inn fyrir hinn gegnbleytta liluta viðarins, ef aðeins ytri hlutinn var gegn- bleyttur, og er Jxá innri iilutanum hætta búin. Er ]>ví ekki nægilegt að bera efnin utan á viðinn, því að mjög er J>að þá takmarkað, hversu langt J>au síast inn í hann. Það er af sömu ástæðu ekki heldur nægi- legt að láta viðinn liggja í upplausn Jiessara efna. En með öðrum ráðum er hægt að gegnbleyta viðinn algerlega, liversu gildir sem trjástofnarnir eru, og eru það aðallega tvenns konar aðferðir, sem eru í notkun. Onnur aðferð er í því fólgin að Jrrýsta upplausn varnarefnisins í gegnum trjástofninn. Til ]>ess að það megi takast, þarf trjástofninn að vera með berkinum og óþornaður, því að þá eru viðaræðarnar enn opnar og samband milli þeirra frá einúm enda til annars. Ann- ar endi stofnsins er þá festur við leiðslu, sem er í sambandi við vökvapressu og er fyllt með várnarefninu. Þrýstist Jrað þá smátt og smátt inn í stofninn og rekur viðarsafann á undan sér, en að nokkr- um dögum liðnum hefur varnarefnið borizt endanna á milli. Hin aðferðin og séi algengasta er frábrugðin hinni fyrrnefndu, einkum að því leyti, að ]>á er varnarefninu ekki aðeins þrýst inn í viðinn frá endanum, heldur einnig frá hliðunum. Þarf viðurinn þá að vera barkarlaus og vel þurr, og næst beztur árangur ;í viði, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.