Náttúrufræðingurinn - 1947, Síða 22
114
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
á viðnum, en út frá henni vaxa þræðir inn um viðinn, og geta þeir
orðið furðulangir. Fyrir áhrif sveppsins rnissir viðurinn alla innbyrð-
is festu, í hann koma rifur, sem liggja ekki eingöngu samhliða trefj-
unum í viðnum, heldur einnig þvert á þær og allavega á misvíxl.
Sækir sveppurinn næringu í viðinn, og myndast rifurnar af þeirri
ástæðu. Aðrir sveppir og gerlar, sem geta lifað á trjáviði, liafa sams
konar áhrif á hann, þótt seinvirkari séu, og eru sumir jafnvel eitr-
aðir.
Margt er gert til að verja viðinn jiessum skemmdum, svo sem al-
kunnugt er, það fyrst og fremst að lialda frá honum öllum raka.
En því verður ekki ætíð við komið, t. d. ekki, þegar viðurinn þarf
að liggja í jörðu, sem ævinlega er meira eða minna rök. Er hann þá
gegnbleyttur með ýmsum efnum i varnar skyni, sem drepa smáveru-
gróður eða hindra tímgun lians, t. d. með súblímati, koparvítríóli,
kreósótolíu, kreósólkalsíumi og tríólíti, senr er sambland af natríum-
flúóríði, dínítrófenóli og kalsíumkrómati. Þessi efni þurfa að kom-
ast eins langt inn í viðinn og frekast er unnt, helzt inn í miðbik
livers bita eða trjástofns, Jiví að myndazt geta rifur í viðnum, sem
ná svo iangt inn í hann, að sveppir geti borizt með Jreim inn fyrir
hinn gegnbleytta liluta viðarins, ef aðeins ytri hlutinn var gegn-
bleyttur, og er Jxá innri iilutanum hætta búin. Er ]>ví ekki nægilegt
að bera efnin utan á viðinn, því að mjög er J>að þá takmarkað, hversu
langt J>au síast inn í hann. Það er af sömu ástæðu ekki heldur nægi-
legt að láta viðinn liggja í upplausn Jiessara efna. En með öðrum
ráðum er hægt að gegnbleyta viðinn algerlega, liversu gildir sem
trjástofnarnir eru, og eru það aðallega tvenns konar aðferðir, sem
eru í notkun.
Onnur aðferð er í því fólgin að Jrrýsta upplausn varnarefnisins í
gegnum trjástofninn. Til ]>ess að það megi takast, þarf trjástofninn
að vera með berkinum og óþornaður, því að þá eru viðaræðarnar
enn opnar og samband milli þeirra frá einúm enda til annars. Ann-
ar endi stofnsins er þá festur við leiðslu, sem er í sambandi við
vökvapressu og er fyllt með várnarefninu. Þrýstist Jrað þá smátt og
smátt inn í stofninn og rekur viðarsafann á undan sér, en að nokkr-
um dögum liðnum hefur varnarefnið borizt endanna á milli.
Hin aðferðin og séi algengasta er frábrugðin hinni fyrrnefndu,
einkum að því leyti, að ]>á er varnarefninu ekki aðeins þrýst inn í
viðinn frá endanum, heldur einnig frá hliðunum. Þarf viðurinn
þá að vera barkarlaus og vel þurr, og næst beztur árangur ;í viði, sem