Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1947, Qupperneq 20

Náttúrufræðingurinn - 1947, Qupperneq 20
112 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN blotni og þorni oft til skiptis. Er hann því einkar vel fallinn til smíða á skipum, brúm, bryggjum og öðrum slíkum mannvirkjum, enda nrikið til þess notaður. Enn fremur er liann mikið notaður til smíða á tunnum og ámum, liúsgögnum, verkfærum og mörgu öðru. Ur honum er einnig framleitt mikið af spæni, einnig úr viðnum af rótinni, og er slíkur spónn mjög endingargóður. Úrganginn af viðnum, einnig börkinn af trjánum, má nota til sútunar. — Af öðr- um eikartegundum má einkum nefna liina amerísku rauðeik (Qu. rubra). Kjarnaviðurinn af henni er brúnrauðleitur, og er hann lé- legri en viðurinn af hinum evrópsku tegundum, sem nefndar voru. liann er hvorki eins sterkur né eins endingargóður og er því aðallega notaður í húsgögn og til eldsneytis. Af annarri amerískri tegund, hvíteik (Qu. alba), fæst viður, sem mjög líkist viðnum af evrópsku eikartegundunum, einnig af Qu. garryana. Er viðurinn af síðast- nefndu tegundinni ljósbrúnn eða gulur að lit og oft nefndur ore- goneik. Oft kemur það fyrir, að viðurinn af trjátegundum alls óskyldum Quercus-tegundunum er hafður á boðstólum sem eik, og ber að var- ast það. Margs annars þarf að gæta, þegar eikarviður er valinn í verk- færi eða mannvírki, sem lengi eiga að endast og mikið reynir á, — þess t. d., að viðurinn sé af fullvöxnum trjám og fullþurr, því að eik þornar illa, og er henni því hætt við að verpast. en ekki má hann lieldur vera af trjám, sem hai’a verið úr sér vaxin. Hafa þarf og gát á rifum í viðnum og mörgu öðru, eins og ætíð er nauðsynlegt, þegar viður er valinn. Þegar tréð hefur verið fellt í skóginum, eru greinar höggnar af því og toppurinn og börkurinn fleginn af því, en stofninn er síðan sagaður niður í hæfilega löng stykki eftir því, lil livers á að nota tréð. Eigi að nota það til Iramleiðslu á sellulósa eða öðru pappírs- efni, sem í girðingarstaura, simastaura, raflagnastaura, aðra staura (stólpa), spírur, eða annað þess háttar, þar sem hin sívala lögun er frekar til gagns eða að minnsta kosti ekki til ógagns og gildleiki trés- ins er hæfilegur, er það ekki sagað frekar niður. En mestur hluti alls trjáviðar er þó notaður í öðru skyni, og er stofninn þá einnig sagað- ur niður eftir endilöngu, og er það gert í skógunum eða sem næst þeim. Hvernig þeirri sögun er hagað, fer að sjálfsögðu eftir því hvoru tveggja, hver viðurinn er og hvernig þeir trjástofnar eru á sig komnir, sem fyrir hendi eru, og ekki síður eftir ]rví, til hvers

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.