Náttúrufræðingurinn - 1947, Side 23
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
115
hefur legið í vatni nokkurn tíma, t. d. þeim viði, sem hefur verið
fleytt niður eftir fljótum. Stofnunum eða bitunum er ekið inu í
stóra sívalninga, sem loka má loftþétt og þola mikinn þrýsting. Er
loftinu fyrst dælt úr sívalningnum, en síðan er hann fylltur með
varnarefninu, t. d. kreósótolíu, sem haft er 70—80°C, þrýstingurinn
hækkaður um nokkra loftþunga og allt látið vera við það í 1—2 klst.
Þá erþeirri olíu, sem ofaukið var, dælt burtu. Hægt er að spara mik-
ið af varnarefni með því að setja viðinn undir 4—5-faldan loftþrýst-
ing rétt áður en olíunni er þrýst inn í hann. Safnast þá dálítið af
lofti fyrir í viðnum, og er það nóg til þess að þrýsta því af varnarefn-
inu út úr viðuum aftur, sem ofaukið er, þegar þrýstingnunr er hleypt
af, og dálítill tími látinn líða. Með þeim hætti má spara meira en
helming varnarefnisins.
Sá viður, sem er gegnbleyttur með lieppilegu varnarefni, endist
miklu lengur en liann hefði annars gert, jafnvel mörgurn sinnum
lengur.
Algeng aðferð til að verja við gegn áhrifum viuda og veðurs er
að Jrekja hann með þunnri himnu af vatnsheldu efni, einkum olíu-
málningu eða olíulakki. Er oft allmikið gagn að því, en Jrað er Jró
oftast nær ekki síður gert í fegurðar skyui. Þeim vörnum verður Jró
ekki við komið, ef viðurinn liggur í jörðu.
Ýmis sjávardýr valda oft miklu tjóni á trjávið í bryggjum og öðrum
mannvirkjum, sem stöðugt standa í sjó, trjávið, sem stendur í ósöltu
vatni er miklu síður liætta búin. Eru dýr Jressi margs konar, en hér
við land er einkum um tvær tegundir að ræða, sem báðar lifa einung-
is í söltu vatni. Annað er krabbadýr, sem nefnt er tréæta (Limnoria
lignorum), en lútt lindýr, sem nefnt er trémaðkur (Terdo norvegica).
Sjávardýr Jressi geta oft eyðilagt mikil mannvirki á skömmum tíma.
Til að verja viðinn Jressum skaðdýrum er hann oft gegnbleyttur með
varnarelnum. En einnig má Jrekja hann með máhnþynnum eða öðru
í varnar skyni eða negla í hann járnnöglum með stuttu millibili, og
er oft mikið gagn að því. Þegar járnnaglar eru notaðir, ryðga Jieir
brátt, einkum í greniviði, og þurfa ryðblettirnir umhverfis naglana
að ná saman. Af ryðinu verður viðurinn harður á yfirborðinu, og
geta dýrin þá ekki étið sig inn í hann.
Trjáviði er allhætt við að verpast eða rifria, Jregar hann fer að
þorna eða eldast, og getur oft hlotizt mikið ijón af Jrví. Með þurrk-
un og gufusuðu er reynt að hamla gegn Jrví, en mikið gagn er einnig
að því að saga viðinn niður í þunnar plötur og líma tvær eða fleiri