Náttúrufræðingurinn - 1970, Qupperneq 8
132
NÁTTÚ RU F RÆÐINGURINN
angra hafi þegar verið kominn í Ijós. Jón vann svo að veðurathug-
unum í Jötunheimum í tvö eða þi jú sumur, og starf hans þar leiddi
meðal annars til þess, að sumarið 1926 var veðurathugunarstöð
reist á Fanaráken í 2070 metra hæð. Stendur húsið enn, og þótt
margt hafi breytzt í veðurfræðinni, er ennþá starfrækt þar veður-
athugunarstöð allt árið.
Ekki var Jón þó einn að verki. Vinnufélagi hans um þessar mund-
ir var ungur Svíi, Hans W:son Ahlmann, sem lagði stund á jökla-
fræði og varð síðar vel þekktur vísindamaður á því sviði. Ahlmann
var um þessar mundir að rannsaka Styggedalsbreen. Milli þessara
ungu vísindamanna tókst ævilöng vinátta, og samvinna Jreirra um
sameiginleg áhugamál átti eftir að bera árangur víðar en í Noregi.
Eitt atriði enn er vert að nefna frá Bergensárum Jóns. Veður-
fræðingar fundu mjög til Jress, hve tieglega gekk að dreifa veður-
fregnum til almennings, en venjan var, Jrar eins og hér, að senda
Jrær með ritsíma til ýmissa staða úti um land og birta þær sem
auglýsingu á almannafæri, með þeim ráðum, sem tiltæk voru. En
breyting var þó í aðsigi. Utvarpið var að nema land í Noregi um
þessar mundir, og miklar umræður voru í Bergen um það, hvernig
því skyldi haga, og jafnvel nokkrar deilur. Veðurfræðingarnir tóku
drjúgan Jrátt í umræðunum, þeir skildu líklega manna bezt, hve
mikil lyftistcing Jjað gæti orðið starfi þeirra, að árangurinn, veður-
spárnar, bærust hratt og tafarlaust til notendanna, sjómannsins við
færi eða nót og bóndans inni í afdal. Jón komst því á Björgvinjar-
árum sínum í nána kynningu við flest Jrau atriði, er urðu Jrættir í
ævistarfi hans á íslandi.
Árið 1926 verða Jráttaskil í starfi Jóns, Jrví þá segir hann skilið
við Bergen, og flytur heim. Átti Jxctta sér nokkurn aðdraganda.
Árið 1917 liafði Jörundur Brynjólfsson borið fram frumvarp um
stofnun ,,veðurathugunarstöðvar“ í Reykjavík, eins og það var orð-
að, en auðséð er á frumvarpinu, að átt er við vísi að veðurstofu.
Frumvarpið dagaði uppi, var borið fram á næsta þingi, en Jrá vísað
frá með rökstuddri dagskrá vegna ófullnægjandi undirbúnings, þó
var bent á Jrörf Jæss, að stjórnin athugaði málið nánar. Við samn-
inga um sambandslögin eða litlu síðar munu Danir hafa bent á,
að íslendingar Jryrftu að taka við veðurathugunum hér á landi, og
árið 1919 óskaði danska veðurstofan eftir því sama. Ekki var þó
stofnuð veðurstofa að svo komnu máli, en nýstofnaðri löggildingar-