Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 10

Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 10
134 NÁTT ÚRU FRÆÐI NGURINN föst merki í grennd við jökulsporðana til að mæla frá, og fá menn til að annast mælingarnar, þar sem Jón kom því ekki við sjálfur. Þetta tókst, og hafa skriðjöklar víðast verið mældir árlega síðan. En ekki er nóg að mæla jökultoturnar, sjálfa hájöklana þurfti einnig að sækja heim. Margar urðu jöklaferðir Jóns, en merkustum þáttaskilum munu þó tvær hafa valdið, Vatnajökulsleiðangrarnir 1936 og 1951. Hinn fyrri fór Jón með fornvini sínum Hans W:son Ahlmann og fleirum, voru þeir tveir leiðangursstjórarnir. Fóru þeir víða um Vatnajökul austanverðan í maí og júní, en hrepptu oft illviðri og urðu því að liggja fyrir lengi í einu. Hefir Ahlmann lýst vel dugnaði Jóns og ósérhlífni við leiðangursstörfin, ferðir og snjógryfjugröft. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður varð árangurinn mikill, þá fékkst í fyrsta sinni staðgóð þekking á úrkomu á jöklinum og vatnsbúskap hans. Reyndist úrkoman þar miklu meiri en menn höfðu gert sér grein fyrir áður, ef dæmt er eftir jöklaritgerð Jóns frá 1931. Islenzk-franski Vatnajökulsleiðangurinn 1951 fékk sérstakt við- fangsefni. Hann mældi J^ykkt jökulsins með hljóðbylgjuaðferðum. Jón var leiðangursstjóri, og mun hafa ráðið mestu um mælistaði. Árangurinn varð sá, að allgott yfirlit fékkst um Jrykkt jökulsins, og J)á mn leið ísmagnið í honum, landslag undir honum, vatna- og ísaskil skriðjöklanna og jökulfljótanna, sem frá meginjöklinum falla. En Jóni var ekki nóg að rannsaka jöklana sjálfa, hann vildi vekja almennan áhuga fyrir jöklunum, ekki aðeins þeirra, er á Jsá litu frá sjónarmiði vísinda og hagsýslu, heldur einnig hinna, er af eigin raun vildu kynnast fegurð jöklanna, tign þeirra og ógnum, voru jafnvel fúsir til að berjast við Jaá baráttunnar vegna. Hann hefir líka réttilega séð, að rannsóknarverkefnið eitt var svo umfangs- mikið, að til þess þurfti að virkja starfskrafta allra, sem jöklarnir löðuðu til sín. Jöklarannsóknafélag íslands, sem Jón stofnaði árið 1950, og stýrði til dauðadags, varð vettvangur allra J^essara ólíku aðila. Það er óneitanlega dálítið sérkennilegt félag. Heiti þess gefur markmiðið til kynna að hálfu — að stuðla að rannsóknum og ferða- lögum á jöklum landsins. En Jiótt ferðirnar séu nefndar síðar, er ekki lögð minni áherzla á Jxer en rannsóknirnár í félagsstarfsem- inni. Árangurinn er sá, að í félaginu vinnur saman fólk úr ólíkustu stéttum, bílstjórar og prófessorar, verkfræðingar og hjúkrunarkon-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.