Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 12

Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 12
136 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN kom því til leiðar, að könnunarflugvélar á ferð fyrir norðan land gerðu ísaathuganir, stundum alllangt norður í haf. Þessu framtaki hans má að miklu leyti þakka, að samfelldar hafísathuganir eru nú til frá Grænlandssundi frá ársbyrjun 1953, en skýrslu um ísinn birti hann árlega í Jökli frá þeim tíma til æviloka. Hér hefir verið gefið nokkurt yfirlit um rannsóknarstörf Jóns. Nokkuð hefir einnig verið getið um félagsstörf hans í þessu sam- bandi, en langt er þó frá því, að þar með sé allt talið. Árið 1927 var Jón kjörinn í milliþinganefnd til undirbúnings útvarpsrekstrar. Var hann þar fulltrúi félags útvarpsnotenda, og var hann kjörinn ritari nefndarinnar. Hún starfaði einnig 1928, og lagði fram álit, sem varð grundvöllur laga um útvarpsrekstur ríkisins. Árið 1932 var hann kosinn í útvarpsráð og átti sæti í því nær óslitið til 1946, en formaður þess var hann 1939—1943. Þetta starf veitti honum að sjálfsögðu víðtækan rétt til að móta dagskrá og starfsemi stofn- unarinnar, enda var hann vel til þess fallinn. Hann tók á þessurn árum allmikinn þátt í flutningi dagskrárinnar, meðal annars í þátt- unum „Um daginn og veginn“, sem lengi var eitt vinsælasta út- varpsefnið. Þótt öll sú vinna, sem hér hefir verið upp talin, mundi reynast flestum alldrjúgt ævistarf, verður ekki hið sama sagt um Jón, því enn er ótalinn einn merkasti hluti verka hans, ritstörfin. Þau ná ylir hin ólíkustu el'ni, blaðagreinar um ýmisleg áhugamál, mest þó í sambandi við titvarpið, þýddar skáldsögur og fleira. En mest ber þó á verkum, er snerta náttúruvísindi á einn eða annan hátt, bæði frumsamdar ritgerðir um eigin athuganir, og verk annarra, er hann ýmist þýddi, sá um útgáfu á eða hvort tveggja. Úr fyrri flokknum má nefna „Temperature Variations in Ice- land“ í Geografiska Annaler, þar sem hann benti á hitabreytingar þær, sent orðið hefðu síðan reglubundnar hitamælingar hófust, sér- staklega þó hitastiikkið, sem varð eftir 1920, og kannaði, hve stórar þessar sveiflur væru. Meginefni þessarar ritgerðar birtist í Náttúru- fræðingnum árið 1950. Af öðrum greinum má nefna „Introduction to Sólheimajökull“, „Geislamagn og sólskin", „Um loftlagsbreyting- ar á Islandi og Grænlandi síðan á landnámsöld“. Auk þessara verka skrifaði hann að sjálfsögðu mjög niargar skýrsl- ur um jöklamælingar sínar og hafísathuganir, flestar hafa birzt í tímaritinu Jökli um nærri tveggja áratuga skeið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.