Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
143
fer að nálgast 700° C, en fari venjulega fram við liita milli 700°
og 900° C.
Gjóskan í gjóskuhlaupunum er yfirleitt súr (líparít) eða ísúr
(einkum dasít), en lítið sem ekkert er um basísk gos, sem myndað
hafa ígnimbrít. í Dyngjufjöllum ytri er mjög þykkt lag af túff-
breksíu, sem m. a. myndar hamra í vesturhlíð Dyngjufjalladals.
Þessi breksía er ekki lagskipt, og hollenzku jarðfræðingarnir R.
van Bemmelen og M. Rutten, sem könnuðu liana sumarið 1950,
telja hana vera gjóskuhlaupsset (v. Bemmelen og Rutten 1955).
Flikruberg er þetta ekki, og þótt þetta lag sé nokkuð frábrugðið
venjulegri móbergsbreksíu, tel ég eftir lauslega athugun á þessum
lögum alls ekki sannað, að hér sé um gjóskuhlaupsset að ræða, en
bíð úrskurðar Guðmundar Sigvaldasonar um það, en hann vinnur
að heildarrannsókn á Dyngjufjöllum.
Það set, sem gjóskuhlaup mynda, gengur undir ýmsum nöfnum
í vísindaritum. í þessari grein nota ég, eins og raunar G. P. L.
Walker hefur áður gert (Walker 1966), ignimbrít sem samheiti á
slíku seti, hvort sem það er sambrætt eða ekki, en flikruberg nota
ég, eins og Tómas Tryggvason, aðeins um sambrætt gjóskuset.
í dæmigerðu gjóskuseti, svo sem í hinu fræga og vel kannaða
Bishop tuff í suðausturhluta Kaliforníu, er efsti hlutinn sam-
breyskja vikurs og ösku og tiltölulega léttur í sér (eþ. 1.3—1.5).
Þegar kemur niður á 50 m dýpi eða svo er túffið sambrætt og
eðlisþyngdin orðin um 2 og ennþá neðar, þar sem túffið er þéttast,
er eðlisþyngdin 2.35. Neðsti hluti Bishop ignimbrítsins er vikur,
lítt samanþjappaður. Bishop-túffið þekur um 1000 km2 og meðal-
þykktin er um 150 m, rúmmálið því um 150 km3, eða tólffalt meira
en rúmmál Skaftáreldahrauns.
Flið sambrædda túff, flikrubergið, hefur tilhneigingu til stuðl-
unar (3. mynd) og stuðlarnir eru oftast ferstrendir, sjaldnar fimm-
eða sexstrendir. Þegar þunnsneiðar flikrubergs eru skoðaðar í smá-
sjá, sést að það samanstendur venjulega að mestu leyti af glerkorn-
um, en þó er oft mikið af dílum í því og sveigjast glerkornin alla-
vega um þessa díla. Flikrurnar eru, sem fyrr getur, vikur, sem hefur
þjappazt saman. Framandsteinar eru algengir í ignimbríti, enda
eðlilegt, þar sem það er niyndað í kröftugum sprengigosum. Enn
er að nefna eitt sérkenni, sem oft er að finna í flikruberginu og
því rneir sem það er súrara, en það er afglerjun (devitrification).