Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 36
154
NÁT'l'Ú RU FRÆÐINGURINN
móberg og fylgja má til suðausturs allt upp til jökla. Sá dalur er
að líkindum sorfinn af jökli síðasta jökulskeiðs í móberg frá jökul-
skeiðinu næsta á undan, en þar undir kernur ignimbrítið og er þá
líklegast frá hlýviðrisskeiðinu langa milli þeirra jökulskeiða, sem
lengi hafa verið nefnd Mindel og Riss. Líklegur aldur ignimbríts-
ins væri samkvæmt þessuin um kvartmilljón ár, en einnig hér er um
ágizkun að ræða. Vera má, að nánar megi skera úr um aldurinn
með Ka/Ar ákvörðun, en hún hefur ekki enn verið gerð.
Það er löngu vitað, að eldvirkni á íslandi hefur verið og er enn
fjölþættari og fjölbreytilegi'i en í flestum, ef ekki öllum, virkum
eldfjallalöndum. Fram yfir 2. heimsstyrjöldina var þó ekki kunnugt
um að hér hefðu orðið gos af því tagi, er mynda ignimbrít. Nú er
vitað um slík gos bæði frá Tertíer og Kvarter og frá því um land-
nám. Miðað við önnur gos hér á landi hafa ignimbrítgos þó verið
tiltölulega sjaldgæf hér og líkurnar fyrir slíkum gosum á næstu öld-
um rnjög litlar, sem betur fer, því þessi gos eru gosa háskalegust og
eira engu kviku, er á vegi þeirra verður. En fróðlegt er að skoða
þeirra vegsummerki, og svo vel vill til, að hvergi hérlendis eru
þau greinilegri og auðkannaðri en í fjölsóttasta sælureit landsins,
Þórsmörk.
HEIMILDARIT
Curtis, G. H. 1968. The stratigraphy oí the ejecta from the 1912 eruption
of Mount Katmai and Novarupta, Alaska. Studies in volcanology. Geol.
Soc. Am. Mem. 116: 153-210.
Dearnley, R. 1954. A contribution to the geology of Loðmundarfjörður. Acta
Nat. Isl. I, 9: 1-32.
Ross, C. S. and Smith, li. L. 1961. Ash-ílow tuffs: Their origin, geological
relations and identilication. Geol. Surv. Prof. Pap. 366: 1—81.
Taylor, G. A. M. 1958. The 1951 eruption of Mount Lamington, Papua. Bureau
Min. Res. Geol. and Geophys. Dcpt. of National Devclopment. Bull. No.
38: 1 — 117, Canberra.
Thorarinsson, S. 1968. Heklueldar: 1 — 187. Sögulélagið í Reykjavík.
Tryggvason, T. 1950. Sérkennileg molabergsmyndun á Austfjörðum. — A pe-
culiar volcanic breccia in Eastern Iceland. Atvinnudeild Háskólans. Rit
Iðnaðardeildar árið 1950, nr. 3: 13—16.
— 1957. Jarðfræði Austfjarða. Árbók Ferðafélags íslands 1957: 202—211.
— and White, D. E. 1955. Rhyolitic tuffs in Lower Tertiary plateau basalts
of Eastern Iecland. Am. Jour. Sci. 253, Jan. 1955: 26—28.