Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 40

Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 40
158 NÁTTÚRU.FRÆÐ INGURIN N Dimmafjallgarð. Framhaldið færi síðan eftir því, hvort Miðhálend- inu yrði áfram haldið sem sérstöku svæði eður ei. Tel ég raunar eðlilegast að láta það niður falla, því að gróðurmörk inn til lands- ins eru mjög bundin staðháttum. Kæmi þá tvennt til álita um mörk Austurlands til suðurs: a) að hverfa frá Dimmafjallgarði vest- ur í Jökulsá á Fjöllum um Grímsstaðanúp, og láta síðan ána eða austurjaðar Ódáðahrauns ráða mörkum suður í Vatnajökul; eða b) að fylgja vatnaskilum áfrarn til suðurs um Þjóðfell, Möðrudalsfjall- garð og áfram suður í Brúarjökul milli Kverkár og Sauðár. Þannig dregin lægju mörkin milli Austur- og Norðurlands ekki fjarri 16. lengdarbaug, livor kosturinn sem valinn væri. Eg tel mörg rök, bæði gróðurfarsleg, veðurfarsleg og jafnvel jarðfræðileg mæla með ofan- greindum mörkum, en ekki verða þær röksemdir gerðar að umtals- efni í þessari grein. Austurland hefur verið mjög misjafnlega vel kannað í grasafræði- legu tilliti. Sumir hlutar þess mega teljast sæmilega rannsakaðir, t. d. Fljótsdalshérað, hluti Austfjarða og Öræfasveit; nokkrir hlutar hins vegar lítið sem ekkert, þannig að enn má finna víðlend svæði, þar sem enginn náttúrufræðingur hefur stigið fæti sínum til þessa. Athuganir mínar bæta þar lítið um, enda var þeim aðeins ætlað að mynda útlínur fyrir frekari rannsóknir síðar. í grein þessari vil ég koma á framfæri samþjöppuðu yfirliti um helztu fundarstaði byrkninga og blómplantna, sem ég hef fundið og skráð á ferðum mínum og til einhverra nýmæla mega teljast. Er þó engan veginn útilokað, að einhverra þessara vaxtarstaða liafi áður verið getið á prenti. Þá læt ég víða getið liæðarmarka, þar sem það sýnist nokkru varða og athuganir voru gerðar. Ákvörðun hæðarmarkanna var í flestum tilvikum gerð með loftþyngdarhæðar- mæli (altimeter), sem merktur er fyrir 10 metra hæðarbil. Tölur eru hér hins vegar oftast gefnar upp í heilu og hálfu hundraði metra, þar eð oftast var skráð milli slíkra marka. — Að lokum fylgir örstutt yfirlit urn tegundafjölda ofan vissra hæðarmarka í nokkrum fjalllendum, en listar með tegundaheitum verða varðveittir í Nátt- úrugripasafninu í Neskaupstað, sem og eintök flestra þeirra plantna, er hér verður getið. Til hægðarauka verður hér á eftir fylgt nafngiftum og röðun í Flóru íslands, 3. útgáfu 1948 (hér á eftir kölluð Flóra ísl.), þótt hún sé um margt úrelt orðin og endurútgáfa knýjandi nauðsyn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.